Samstarfs- og styrktaraðilar 2023

Ekki humma fram af þér heilsuna

Ert þú í Frestunarsamkeppni Íslands? Þessa keppni vilt þú ekki vinna! Aldrei fresta því að láta athuga möguleg einkenni krabbameins

Spila auglýsingu

Láttu sjá þig

Vertu með (mottu) á samfélagsmiðlunum

Ertu að safna í mottu? Ertu að safna áheitum? Eða bara að deila gleðinni?

Leyfðu okkur hinum að fylgjast með – notaðu #mottumars í þínum færslum og taggaðu okkur með @mottumars

Mottumars á Instagram

Samstarfs- og styrktaraðilar 2023

Vinir Mottumars

Allan þann stuðning sem við höfum hlotið frá fjölda fólks og fyrirtækja er ómögulegt að meta til fjár.

Sjá nánar


Vörur í vefverslun

Í vefverslun félagsins má finna úrval af styrktarvörum Mottumars.

Kynntu þér úrvalið

Vinir Mottumars

Númer eitt

Styrkja Mottumars um 1.000 kr. af hverju seldu bætiefnaboxi af KARL 45+ á meðan á átakinu stendur. 

Löður

1.000 kr. eða frjálst framlag - þitt er valið!

Löður er nefninlega stoltur styrktaraðili Mottumars og gefur andvirði allra mottuþrifa óskert til Krabbameinsfélagsins!

Komdu við á Fiskislóð og nældu þér í mottuþrif og leggðu málefninu lið í leiðinni.

Föstudaginn 31. mars er sjálfur Mottudagurinn og er mikilvægt að taka daginn frá fyrir bílaþvott þar sem Löður mun gefa 15% af allri sölu dagsins til málefnisins, óháð staðsetningu þvottastöðvar.

Verkís

Verkís styður Krabbameinsfélagið með beinu fjárframlagi í tilefni af Mottumars. Þau ætla að gera sér dagamun á Mottumarsdaginn 30. mars. Matsalurinn verður skreyttur með mottumarsblöðrum, veggir skreyttir með einkennaveggspjöldum og hóað í hópmyndatöku og teknar myndir af öllum flottu mottunum og þeim deilt á samfélagsmiðla - svona á að gera þetta!

Ihanna Home

Lætur 1.000 kr. af hverju seldu SAILOR sængurveri í dökkbláu og hvítu renna til Mottumars í mars.

Glóandi kerti ehf.

Mottumarskertin verða í boði út mars eða á meðan birgðir endast, 500-1.000 kr. af hverju kerti (fer eftir stærð) rennur til Mottumars.

Sandholt

Sandholt er stoltur stuðningsaðili Mottumars og leggur baráttunni lið með fjárframlagi.

Tekk

Lætur 2.000 kr. af hverri seldri mottu í mars renna til Krabbameinsfélagsins.

Perform

Styrkir Mottumars með 10% af sölu á völdum vörum.

Hafið

Lætur 15% af allri sölu fiskréttar mánaðarins í mars renna til styrktar Mottumars.

Heimkaup

Múffumars í samvinnu við Mottumars. 10% af sölu á múffum og öðrum völdum vörum rennur beint til átaksins. 

Sassy

Sassy lætur 3.000 kr. af hverjum karlanærbuxum renna til Mottumars allan mars mánuð.

Nærbuxurnar hafa þann eiginleika að þær anda vel, skálmarnar renna ekki upp, það er sér vasi með góðri öndun fyrir punginn svo það myndast enginn sviti eða lykt. 

Mosfellsbakarí

Á Mottudaginn, föstudaginn 31. mars, er gráupplagt að mæta í Mosfellsbakarí og kaupa brauð dagsins, muffins, ástarpunga, kanellengju eða súkkulaðiköku því 15% af andvirði þessara vara renna beint til Krabbameinsfélagsins.

Sjá alla samstarfsaðila


Karlaklúbbur Karlaklefans

Við karlar erum stundum heldur tregir að leita upplýsinga eða aðstoðar varðandi andlega eða líkamlega heilsu. Í Karlaklúbbnum ætlum við í sameiningu að breyta því.

Komdu í klúbbinn

Karlaklúbbur Karlaklefans