Samstarfs- og styrktaraðilar 2023

Vinir Mottumars

Allan þann stuðning sem við höfum hlotið frá fjölda fólks og fyrirtækja er ómögulegt að meta til fjár.

Sjá nánar


Vörur í vefverslun

Í vefverslun félagsins má finna úrval af styrktarvörum Mottumars.

Kynntu þér úrvalið

Vinir Mottumars

Herramenn rakarastofa

Selja Bear-skeggvörur til styrktar átakinu. 

Askja

Askja vekur athygli á Mottumars með viðburðum á Mottudaginn 22. mars. Þá verða skeggsnyrtar í sýningarsölum að Krókhálsi 11 og 13 og verður starfsfólki og gestum boðið í fría skeggsnyrtingu á milli kl. 12-16.

Perform

Perform styrkir Mottumars með 200 kr. af hverri sölu í verslun vefverslun Perform.is í mars.

Castus

Castus gefur kr. 1.000 af hverri mottuhreinsun í mars til átaksins.

FlyOver Iceland

FlyOver Iceland bjóða upp á sérstaka pakka í tilefni MottuMars. Allur ágóði rennur óskiptur til Krabbameinsfélagsins.

Heimilistæki ehf.

Heimilistæki láta 1.000 kr. af öllum seldum Philips hártækjum í mars renna til Krabbameinsfélagsins. 

Löður

Löður býður viðskiptavinum sínum upp á mottuþvott í mars á kr. 1.000 og rennur upphæðin óskipt til átaksins. Mottuþvotturinn er í boði á Fiskislóð, Dalvegi og á Fitjum.

Á Mottumarsdaginn, föstudaginn 22. mars gefur Löður 20% af allri sölu dagsins til Krabbameinsfélagsins.

Hafið

Hafið lætur 15% af allri sölu fiskréttar mánaðarins í mars renna til styrktar Mottumars.

Rekstrarvörur

Veita 20% afslátt af inni- og útimottum í mars og 1.000 kr. af hverri seldri mottu renna til Krabbameinsfélagsins.

bpro.is

Selja sérstakt mottuvax frá Beard Monkey í Svíþjóð. Allur ágóði af sölu vörunnar rennur til Krabbameinsfélagsins.

Dropp

Dropp styður viðskiptavini vefverslunar Krabbameinsfélagsins með því að bjóða fríar sendingar í mars á afhendingarstaði (ekki heimsendingar) Dropp. Gildir fyrir Mottumarssokka og allar aðrar vörur vefverslunarinnar.

Sjá alla samstarfsaðila


Karlaklúbbur Karlaklefans

Við karlar erum stundum heldur tregir að leita upplýsinga eða aðstoðar varðandi andlega eða líkamlega heilsu. Í Karlaklúbbnum ætlum við í sameiningu að breyta því.

Komdu í klúbbinn

Karlaklúbbur Karlaklefans