Mottufréttir

17. apríl 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Sjá allar fréttir og viðburðiVörur í vefverslun

Í vefverslun félagsins má finna úrval af styrktarvörum Mottumars.

Kynntu þér úrvalið

Vinir Mottumars

Mazda á Íslandi - brimborg

Tilboð í Mottumars á skottmottum hjá Mazda og 10% af andvirði rennur til Mottumars.

Dona & Co

Selja mottur í Tesla-bifreiðar. Í mars renna 1.000 kr. af hverri seldri mottu til Krabbameinsfélagsins.

Mosfellsbakarí

Á Mottudaginn, föstudaginn 22. mars, er gráupplagt að mæta í Mosfellsbakarí og kaupa brauð dagsins, muffins, ástarpunga, kanellengju, berlínarbollu eða ameríska súkkulaðiköku því 15% af andvirði þessara vara renna beint til Krabbameinsfélagsins.

Dropp

Dropp styður viðskiptavini vefverslunar Krabbameinsfélagsins með því að bjóða fríar sendingar í mars á afhendingarstaði (ekki heimsendingar) Dropp. Gildir fyrir Mottumarssokka og allar aðrar vörur vefverslunarinnar.

Líf Kírópraktík

Strákarnir hjá Líf kírópraktík ætla að standa fyrir karlakvöldi fimmtudaginn 14. mars og afla fjár til styrktar átakinu.

Snilldarvörur

Allur ágóði af seldum NOSTALGÍU MOTTUM rennur óskertur til Krabbameinsfélagsins.

Rekstrarvörur

Veita 20% afslátt af inni- og útimottum í mars og 1.000 kr. af hverri seldri mottu renna til Krabbameinsfélagsins.

Castus

Castus gefur kr. 1.000 af hverri mottuhreinsun í mars til átaksins.

Löður

Löður býður viðskiptavinum sínum upp á mottuþvott í mars á kr. 1.000 og rennur upphæðin óskipt til átaksins. Mottuþvotturinn er í boði á Fiskislóð, Dalvegi og á Fitjum.

Á Mottumarsdaginn, föstudaginn 22. mars gefur Löður 20% af allri sölu dagsins til Krabbameinsfélagsins.

Heimilistæki ehf.

Heimilistæki láta 1.000 kr. af öllum seldum Philips hártækjum í mars renna til Krabbameinsfélagsins. 

ET FLUTNINGAR

ET styrkja átakið um 500.000 krónur.

Hafið

Hafið lætur 15% af allri sölu fiskréttar mánaðarins í mars renna til styrktar Mottumars.

Sjá alla samstarfsaðila


Karlaklúbbur Karlaklefans

Við karlar erum stundum heldur tregir að leita upplýsinga eða aðstoðar varðandi andlega eða líkamlega heilsu. Í Karlaklúbbnum ætlum við í sameiningu að breyta því.

Komdu í klúbbinn

Karlaklúbbur Karlaklefans