Um átakið

Mottumars er árlegt átaksverkefni Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum í körlum. 

Ár hvert er marsmánuður tileinkaður körlum og krabbameinum í Mottumars, árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélags Íslands. Meginmarkmið  Mottumars: Karlmenn og krabbamein er að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameinum hjá karlmönnum, hvetja alla menn og fjölskyldur þeirra til að vera meðvitaðir um einkenni krabbameina og sinna forvörnum, sem og að afla fjár sem gerir félaginu kleift að sinna fræðslu, forvörnum, rannsóknum, ráðgjöf og stuðningi fyrir karlmenn. Kæru landsmenn, takið þátt og upp með sokkana!

Á síðasta ári voru í fyrsta sinn kynntir til sögunnar Mottumarssokkar sem vöktu mikla lukku. Í ár bjóðum við nýja og glæsilega Mottumarssokka til styrktar átakinu. Salan hefst föstudaginn 1. mars og lýkur föstudaginn 15. mars á sjálfum Mottudeginum. 

Hverju er safnað fyrir?

Fjármunum sem safnast í átakinu er varið til vísindastarfs, rannsókna, fræðslu, forvarna og til að veita endurgjaldslausa þjónustu, stuðning og ráðgjöf með námskeiðahaldi og viðtölum við hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga, félagsráðgjafa og kynfræðinga. Kynntu þér  starfsemina nánar á  www.krabb.is

Hvers vegna?

Fjárhagslegur stuðningur almennings og fyrirtækja er grundvöllur þess að Krabbameinsfélagið geti starfað. Í sameiningu getum við haldið áfram að vinna að enn betri árangri varðandi það að draga úr fjölda krabbameinstilvika, fækka dauðsföllum af völdum krabbameina og að bæta lífsgæði þeirra sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra. Fleiri og fleiri læknast af krabbameinum eða lifa lengi með þau sem langvinna sjúkdóma og að sama skapi eykst mikilvægi endurhæfingar. Framlag þitt er forsenda þess að árangur náist.

KARLAKLEFINN - nýjung í fræðslu fyrir karlmenn

Karlaklefinn er upplýsingagátt sérsniðin fyrir karlmenn. Rannsóknir sýna að karlmenn yfir fimmtugu nýta sér síður en konur tilboð um sálfélagslegan stuðning í veikindum. Námskeið virðast höfða betur til þeirra en tilboð um stuðning og framsetning á efni skiptir miklu máli. Í Karlaklefanum verður að finna fjölbreytt efni. Fræðsluefni fyrir karla, upplýsingar um einkenni, meðferðir og afleiðingar og gagnvirkt tæki til aðstoðar við ákvarðanartöku um skimun fyrir blöðruhálskirtilskrabbameini. Þar verða einnig upplýsingar um réttindamál, bókunarkerfi fyrir tíma hjá sérfræðingum Krabbameinsfélagsins og vettvangur fyrir samtök og hópa karla með krabbamein til að kynna sig og starfsemi sína, svo eitthvað sé nefnt.

Hafðu samband og kynntu þér dagskrá

Hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins verður í átakinu sérstök áhersla lögð á ráðgjöf við karla. Frekari upplýsingar verða birtar á krabb.is og á facebook-síðu Ráðgjafarþjónustunnar.

Mottudagurinn er föstudaginn 15.mars 2019 

Mottumarssokkar kosta 2.000 kr. og eru seldir í netverslun Krabbameinsfélagsins og á sölustöðum um landið sem sjá má hér að neðan frá 1. til 15. mars. Félagið hvetur alla til að klæðast sokkunum á Mottudaginn, föstudaginn 15. mars, og sýna þannig körlum táknrænan stuðning í verki. 

Hvetjum vini, vandamenn og samstarfsfélaga að taka þátt í átakinu og ekki væri verra ef starfsmenn vinnustaða tækju sig saman og efndu til skemmtilegra leikja í tengslum við daginn! Krabbameinsfélagið hvetur hópa til að gera eitthvað skemmtilegt saman og láta mynda sig á ýmsan hátt og senda á mottumars@krabb.is eða setja á Facebooksíðu átaksins.

Sölustaðir

Sjá sölustaði Mottumars 2019.

Nokkrar staðreyndir um krabbamein hjá körlum

Ár hvert greinast um 780 íslenskir karlar með krabbamein, samkvæmt upplýsingum frá Krabbameinsskrá.

 • Í árslok 2016 voru á lífi 6.398 karlar sem fengið hafa krabbamein
 • Tæpur helmingur þeirra sem greinast eru á aldrinum frá 40 til 69 ára.
 • Samkvæmt útreikningum frá Krabbameinsskránni greinist þriðji hver karlmaður með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni.
 • Talið er að um tíunda hvert krabbamein skýrist af arfgengum þáttum.
 • Hver og einn getur gert ýmislegt til að draga úr líkum á að fá krabbamein, til dæmis með því að reykja ekki, hreyfa sig reglulega, borða hollan og fjölbreyttan mat, takmarka neyslu áfengis og varast óhófleg sólböð.
 • Algengustu krabbamein hjá körlum eru krabbamein í blöðruhálskirtli, lungum, þvagvegum og þvagblöðru. 
 • Meðalaldur við greiningu krabbameins er um 68 ár.
 • Lífshorfurnar hafa batnað mikið. Um 26% karla sem greindust með krabbamein fyrir fjörutíu árum lifðu í fimm ár eða lengur en nú geta um 68% vænst þess að lifa svo lengi.
 • Því fyrr sem krabbamein greinist, því meiri líkur eru á lækningu.

Algengustu krabbamein karla

Árlegur meðalfjöldi tilfella 2012-2016 samkvæmt upplýsingum frá Krabbameinsskrá.

 • Blöðruhálskirtill 214
 • Lungu 84
 • Þvagvegir og þvagblaðra 68
 • Ristill 62
 • Húð án sortuæxla 54
 • Nýru 36
 • Endaþarmur 27
 • Heili og miðtaugakerfi 27
 • Eitilfrumuæxli 26
 • Bris 25


Mottumars er árlegt átaksverkefni Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum í körlum. 

Ár hvert er marsmánuður tileinkaður körlum og krabbameinum í Mottumars, árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélags Íslands. Meginmarkmið  Mottumars: Karlmenn og krabbamein er að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameinum hjá karlmönnum, hvetja alla menn og fjölskyldur þeirra til að vera meðvitaðir um einkenni krabbameina og sinna forvörnum, sem og að afla fjár sem gerir félaginu kleift að sinna fræðslu, forvörnum, rannsóknum, ráðgjöf og stuðningi fyrir karlmenn. Kæru landsmenn, takið þátt og upp með sokkana!

Á síðasta ári voru í fyrsta sinn kynntir til sögunnar Mottumarssokkar sem vöktu mikla lukku. Í ár bjóðum við nýja og glæsilega Mottumarssokka til styrktar átakinu. Salan hefst föstudaginn 1. mars og lýkur föstudaginn 15. mars á sjálfum Mottudeginum. 

Hverju er safnað fyrir?

Fjármunum sem safnast í átakinu er varið til vísindastarfs, rannsókna, fræðslu, forvarna og til að veita endurgjaldslausa þjónustu, stuðning og ráðgjöf með námskeiðahaldi og viðtölum við hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga, félagsráðgjafa og kynfræðinga. Kynntu þér  starfsemina nánar á  www.krabb.is

Hvers vegna?

Fjárhagslegur stuðningur almennings og fyrirtækja er grundvöllur þess að Krabbameinsfélagið geti starfað. Í sameiningu getum við haldið áfram að vinna að enn betri árangri varðandi það að draga úr fjölda krabbameinstilvika, fækka dauðsföllum af völdum krabbameina og að bæta lífsgæði þeirra sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra. Fleiri og fleiri læknast af krabbameinum eða lifa lengi með þau sem langvinna sjúkdóma og að sama skapi eykst mikilvægi endurhæfingar. Framlag þitt er forsenda þess að árangur náist.

KARLAKLEFINN - nýjung í fræðslu fyrir karlmenn

Karlaklefinn er upplýsingagátt sérsniðin fyrir karlmenn. Rannsóknir sýna að karlmenn yfir fimmtugu nýta sér síður en konur tilboð um sálfélagslegan stuðning í veikindum. Námskeið virðast höfða betur til þeirra en tilboð um stuðning og framsetning á efni skiptir miklu máli. Í Karlaklefanum verður að finna fjölbreytt efni. Fræðsluefni fyrir karla, upplýsingar um einkenni, meðferðir og afleiðingar og gagnvirkt tæki til aðstoðar við ákvarðanartöku um skimun fyrir blöðruhálskirtilskrabbameini. Þar verða einnig upplýsingar um réttindamál, bókunarkerfi fyrir tíma hjá sérfræðingum Krabbameinsfélagsins og vettvangur fyrir samtök og hópa karla með krabbamein til að kynna sig og starfsemi sína, svo eitthvað sé nefnt.

Hafðu samband og kynntu þér dagskrá

Hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins verður í átakinu sérstök áhersla lögð á ráðgjöf við karla. Frekari upplýsingar verða birtar á krabb.is og á facebook-síðu Ráðgjafarþjónustunnar.

Mottudagurinn er föstudaginn 15.mars 2019 

Mottumarssokkar kosta 2.000 kr. og eru seldir í netverslun Krabbameinsfélagsins og á sölustöðum um landið sem sjá má hér að neðan frá 1. til 15. mars. Félagið hvetur alla til að klæðast sokkunum á Mottudaginn, föstudaginn 15. mars, og sýna þannig körlum táknrænan stuðning í verki. 

Hvetjum vini, vandamenn og samstarfsfélaga að taka þátt í átakinu og ekki væri verra ef starfsmenn vinnustaða tækju sig saman og efndu til skemmtilegra leikja í tengslum við daginn! Krabbameinsfélagið hvetur hópa til að gera eitthvað skemmtilegt saman og láta mynda sig á ýmsan hátt og senda á mottumars@krabb.is eða setja á Facebooksíðu átaksins.

Sölustaðir

Sjá sölustaði Mottumars 2019.

Nokkrar staðreyndir um krabbamein hjá körlum

Ár hvert greinast um 780 íslenskir karlar með krabbamein, samkvæmt upplýsingum frá Krabbameinsskrá.

 • Í árslok 2016 voru á lífi 6.398 karlar sem fengið hafa krabbamein
 • Tæpur helmingur þeirra sem greinast eru á aldrinum frá 40 til 69 ára.
 • Samkvæmt útreikningum frá Krabbameinsskránni greinist þriðji hver karlmaður með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni.
 • Talið er að um tíunda hvert krabbamein skýrist af arfgengum þáttum.
 • Hver og einn getur gert ýmislegt til að draga úr líkum á að fá krabbamein, til dæmis með því að reykja ekki, hreyfa sig reglulega, borða hollan og fjölbreyttan mat, takmarka neyslu áfengis og varast óhófleg sólböð.
 • Algengustu krabbamein hjá körlum eru krabbamein í blöðruhálskirtli, lungum, þvagvegum og þvagblöðru. 
 • Meðalaldur við greiningu krabbameins er um 68 ár.
 • Lífshorfurnar hafa batnað mikið. Um 26% karla sem greindust með krabbamein fyrir fjörutíu árum lifðu í fimm ár eða lengur en nú geta um 68% vænst þess að lifa svo lengi.
 • Því fyrr sem krabbamein greinist, því meiri líkur eru á lækningu.

Algengustu krabbamein karla

Árlegur meðalfjöldi tilfella 2012-2016 samkvæmt upplýsingum frá Krabbameinsskrá.

 • Blöðruhálskirtill 214
 • Lungu 84
 • Þvagvegir og þvagblaðra 68
 • Ristill 62
 • Húð án sortuæxla 54
 • Nýru 36
 • Endaþarmur 27
 • Heili og miðtaugakerfi 27
 • Eitilfrumuæxli 26
 • Bris 25