Mottumarssokkarnir 2020 eru hannaðir af herramönnunum hjá Kormáki og Skildi.
Mottumarssokkarnir 2020 eru hannaðir af herramönnunum hjá Kormáki og Skildi. Framleiðslan er í höndum helstu sokkasérfræðinga landsins: Sokkabúðinni Cobra í Kringlunni.
Tvær stærðir verða til sölu í verslunum land allt, stærðir 36-40 og 41-45. Í vefverslun Krabbameinsfélagsins verður einnig boðið upp á sokka fyrir yngri kynslóðina í stærðum 26-30 og 31-35. Það ættu því allir að fá sokka í sinni stærð!
Sokkarnir eru á sama góða verðinu og undanfarin ár eða kr. 2.000 parið og rennur allur ágóði til Krabbameinsfélagsins.
Sokkarnir koma í verslanir í lok febrúar en það má tryggja sér eintak nú þegar með því að skrá sig til þátttöku í Karlahlaup Krabbameinsfélagsins .