Reynslusaga: HÉldu að hann væri kvefaður

Ómar Einarsson fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Hann hélt áfram að vinna, skipti meira að segja um vinnu eftir að hann greindist og segir að enginn hafi verið að spá í hvernig hann hljómaði. Það hafi reyndar verið ein og ein kona sem spurði hvort hann væri eitthvað kvefaður.

Í dag er hann hvorki með kok eða raddbönd og þegar fólk áttar sig á því spyrja margir hvernig hann fari að því að tala. Það segir hann vel hægt því við notum vöðvana í hálsinum til að tala og það geri líka þeir sem séu með raddbönd.

https://youtu.be/EjPQn8pEASY?si=rQ65tl4B3KDiwzNN