Samstarfsaðilar

Mosfellsbakarí

Á Mottudaginn, föstudaginn 31. mars, er gráupplagt að mæta í Mosfellsbakarí og kaupa brauð dagsins, muffins, ástarpunga, kanellengju eða súkkulaðiköku því 15% af andvirði þessara vara renna beint til Krabbameinsfélagsins.

Verkís

Verkís styður Krabbameinsfélagið með beinu fjárframlagi í tilefni af Mottumars. Þau ætla að gera sér dagamun á Mottumarsdaginn 30. mars. Matsalurinn verður skreyttur með mottumarsblöðrum, veggir skreyttir með einkennaveggspjöldum og hóað í hópmyndatöku og teknar myndir af öllum flottu mottunum og þeim deilt á samfélagsmiðla - svona á að gera þetta!

Frumkvöðlar í Fjölbrautaskóla Garðabæjar

Handgerð armbönd unnin af frumkvöðlafræðihópi í Fjölbrautaskóla Garðabæjar sem vill láta hluta ágóðans renna til styrktar Mottumars. Verð pr. armband 2.500 kr. Nældu þér í armband á Marmbond23 á Instagram eða í síma: 834 7004.

Sandholt

Sandholt er stoltur stuðningsaðili Mottumars og leggur baráttunni lið með fjárframlagi.