Ekki er hægt að meta til fjár allan þann stuðning fjölda fólks og fyrirtækja sem gefið hafa vinnu sína eða veitt mikinn afslátt, nú sem fyrr, við gerð og birtingu kynningar- og fræðsluefnis. Einnig má þar telja ókeypis vörur og vinninga og endurgjaldslaus afnot af tækjum og aðstöðu. Stuðningur ykkar er ómetanlegur.
Þeir aðilar sem hafa áhuga á að leggja okkur lið og gerast samstarfs- og styrktaraðilar Mottumars eru hvattir til að sækja um með því að fylla út formið hér að neðan og við munum hafa samband í kjölfarið:
Gerast samstarfs- og styrktaraðiliHér má sjá dæmi um hvernig samstarfs- og styrktaraðilar Bleiku slaufunnar báru sig að síðastliðið haust - kannski eru þar hugmyndir sem henta þínu fyrirtæki?