Vinir Mottumars

Vinir Mottumars eru ómetanlegir samstarfsaðilar

Fjöldi fyrirtækja hefur á hverju ári skipað sér í fríðan flokk „Vina Mottumars” með því að gerast traustir samstarfsaðilar og leggja þannig baráttunni lið. Þeir aðilar sem hafa áhuga á að vera vinir Mottumars eru hvattir til að sækja um með því að fylla út formið hér að neðan og við munum hafa samband í kjölfarið:

Gerast samstarfsaðili


Vantar þig hugmyndir fyrir þátttöku í Mottumars sem henta þínu fyrirtæki? Kynntu þér yfirlit yfir samstarfsaðila og hvernig þeir leggja sitt af mörkum. Kannski eru þar hugmyndir sem henta þínu fyrirtæki.

Samstarfsaðilar

Veruleg tækifæri

Samstarfsaðilar Mottumars geta skapað sér veruleg tækifæri til að kynna vörur sínar og þjónustu með því að taka þátt og leggja um leið sitt af mörkum til starfsemi Krabbameinsfélagsins. 

Margvíslegar leiðir eru færar:

  • Selja vöru eða þjónustu og láta ákveðna upphæð eða prósentu renna til átaksins
  • Gefa fasta upphæð fyrir hverja afgreiðslu eða skráningu. 
  • Halda Mottumarsboð eða viðburð og safna fé.
  • Gefa ákveðið hlutfall af veltu dags eða tímabils til átaksins.
Í mars breytist verslun Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð og vefverslun félagsins í Mottumarsbúðina. Samstarfsaðilum stendur til boða að vera með sínar vörur til sölu þar.

Samstarfsaðilar fá aðgang að fjölbreyttu kynningarefni sem þeir geta nýtt á vef- og samfélagsmiðlum og útgefnu efni.

Krabbameinsfélagið nýtir alla sína miðla og viðburði til að vekja athygli á vörum og þjónustu þeirra fyrirtækja sem eru Vinir Mottumars.
Upplýsingarnar verða birtar á vefnum undir „Vinir Mottumars" og kemur þar fram í hverju samstarfið felst.

Jafnframt er vakin athygli á „Vinum Mottumars" á samfélagsmiðlum félagsins og í rafrænum póstútsendingum á hátt í 70 þúsund viðtakendur.

Skattaafsláttur

Fyrirtæki sem styrkja Krabbameinsfélagið geta dregið þá upphæð frá rekstrartekjum, um allt að 1,5%, og þannig lækkað skattstofn á því ári sem framlag eða gjöf er veitt.

Ykkar stuðningur skiptir máli

Allt starf Krabbameinsfélagsins byggir á söfnunarfé. Í gegnum árin hefur félagið átt í afar farsælu samstarfi við fjölda fyrirtækja sem hafa lagt sitt af mörkum í baráttunni gegn krabbameinum. Sá stuðningur hefur skipt sköpum fyrir starfsemi félagsins sem öll lýtur að því að fækka þeim sem greinast af krabbameinum, fjölga þeim sem lifa af og bæta lífsgæði þeirra sem greinast og aðstandenda þeirra.

Ef einhverjar spurningar vakna ekki hika við að senda okkur póst á mottumars@krabb.is

KRA_16462_Samstarfsadili_landscape