Vinir Mottumars

Samstarfs- og styrktaraðilar 2022

Ekki er hægt að meta til fjár allan þann stuðning fjölda fólks og fyrirtækja sem gefið hafa vinnu sína eða veitt mikinn afslátt, nú sem fyrr, við gerð og birtingu kynningar- og fræðsluefnis. Einnig má þar telja ókeypis vörur og vinninga og endurgjaldslaus afnot af tækjum og aðstöðu. Stuðningur ykkar er ómetanlegur.

Eftirtaldir aðilar styðja Mottumars 2022 með margvíslegum hætti:

Farmers Market , Bergþóra og Jóel hönnuðu sokkana og leggja átakinu lið með því að selja sokkana í sínum verslunum. Við þökkum frábært samstarf!

Bláa lónið styrkir Vísindasjóð Krabbameinsfélagsins um 1000 krónur af hverju seldu sturtugeli Bláa lónsins sem er merkt Mottumars.

Klaki styrkir Mottumars um 5 krónur af hverri 0,5l Mottumars flösku sem selst í mars.  

Heimilistæki styrkja Mottumars um 1000 krónur af öllum seldum hártækjum í mars og er það ellefta árið í röð.

VAXA láta 60 krónur af hverju merktu salatboxi renna til Mottumars. 

Löður gefa allt andvirði mottuþvottar í mars og 15% af  allri sölu á mottudaginn 11. mars 

Camelbak styrkir Mottumars um 1000 krónur af hverjum Mottumars brúsa

Vogue láta 10% af hverri mottu sem seld er í mars renna til Krabbameinsfélagsins.

Alfreð styrkir Mottumars um 100 krónur fyrir hverja auglýsingu um laust starf í mars.

Smartsocks láta öll áskriftargjöld í marsmánuði renna til Mottumars.

Prósjoppan styrkir Mottumars um 4000 krónur fyrir hverja æfingamottu sem selst í mars.

Perform.is styrkja Mottumars um 5% af fæðubótarefnum fyrir karla

Kara rugs styrkja Mottumars um 2000 krónur af hverri gólfmottu sem selst í mars og gefa viðskiptavinum 20% afslátt að auki.

Verslunin Wasteland styrkir átakið með 20% framlagi af seldum vörum á Mottumars degi auk þess að gefa viðskiptavinum líka 20% afslátt.

Dagar styrkja Mottumars um allar tekjur af nýjum mottum í Mottumars. 

Leistar ehf ( Verslunin Cobra ) framleiddu Mottumars-sokkana á framúrskarandi kjörum. Takk Ari og Oddný!

Republik framleiddu myndbandið okkar. Þúsund þakkir til ykkar: Hannes Friðbjarnarson, Reynir Lyngdal og allt tökufólkið hjá Republik!