Einkenni

Þekkir þú einkennin ?

Það er ekki að ástæðulausu sem við hvetjum karlmenn sérstaklega til að þekkja og bregðast við hugsanlegum einkennum krabbameina. Rannsókn Krabbameinsfélagsins meðal fólks á Íslandi sem greindist með krabbamein á árunum 2015-2019 sýndi að karlar leituðu almennt seinna en konur til lækna vegna einkenna sem reyndust eiga rót sína að rekja til krabbameins. Alls 14% karla biðu í meira en ár með að hitta lækni.

Það getur skipt miklu máli varðandi horfur að krabbamein séu greind fljótt ef einkenni gera vart við sig og því skiptir máli að þekkja þau og bregðast við þeim.

Ertu með allt á hreinu? Taktu einkennaprófið

Helstu einkenni sem geta bent til krabbameins:

 • Óvenjuleg blæðing
 • Þykkildi eða hnútar
 • Óútskýrt þyngdartap
 • Þrálátur hósti eða hæsi
 • Langvarandi kyngingarerfiðleikar
 • Sár sem ekki gróa
 • Breytingar á hægðum eða þvaglátum
 • Nýir fæðingarblettir eða breytingar á blettum
 • Langvarandi óþægindi frá meltingarvegi
 • Óvenjuleg þreyta
 • Viðvarandi verkir

Ef þú ert með eitthvert þessara einkenna ættir þú að panta tíma hjá lækni.
Hafðu samt í huga að einkennin gætu átt sér ýmsar skýringar aðrar en krabbamein.
Sjá nánar um einkenni krabbameina í Karlaklefanum.

 

 

Prentaðu út veggspöld!

Við minnum líka á Heilsuráð Mottumars frá 2020 - þau eiga alltaf við.

Farðu eftir þeim til að efla heilsu þína og draga úr líkum á krabbameinum.