Það er ekki að ástæðulausu sem Krabbameinsfélagið heldur áfram að hvetja karlmenn sérstaklega til að þekkja og bregðast við hugsanlegum einkennum krabbameina.
Rannsókn Krabbameinsfélagsins meðal fólks á Íslandi sem greindist með krabbamein á árunum 2015-2019 sýndi að margir karlar leituðu seint til lækna þó þeir fyndu fyrir einkennum sem svo reyndust eiga rót sína að rekja til krabbameins.
Hátt í helmingur karla sem greindist með krabbamein eftir að hafa fundið fyrir einkennum beið í þrjá mánuði eða lengur með að leita til læknis. Alls 14% karla biðu í meira en ár.
Það getur skipt miklu máli varðandi horfur að krabbamein séu greind fljótt ef einkenni gera vart við sig og því skiptir máli að þekkja þau og bregðast við þeim.
Ertu með allt á hreinu? Taktu einkennaprófið
Ef þú finnur fyrir einhverju þessara einkenna lengur en í 3-4 vikur ættir þú að panta tíma hjá lækni.
Hafðu samt í huga að einkennin gætu átt sér ýmsar skýringar aðrar en krabbamein.Þekktu einkennin og farðu eftir heilsuráðum Mottumars.