Þinn stuðningur skiptir máli!

Stuðningur þinn er okkur mikilvægur því öll starfsemi Krabbameinsfélagsins byggir á framlögum einstaklinga og fyrirtækja. Leggðu okkur lið og taktu þátt í baráttunni gegn krabbameini.


Styrktu með símtali

Hringdu í

Styrktu með AUR

Þú getur lagt inn á Mottumars með því að fletta upp @MM23

Banka­upplýsingar

Bankanúmer: 0301-26-005035
Kennitala: 700169-2789


Með Velunnurum getum við gert svo ótalmargt

Mánaðarlegur stuðningur þeirra rúmlega 19.000 einstaklinga og fyrirtækja sem eru Velunnarar Krabbameinsfélagsins er forsenda góðra verka okkar. Velunnarar bera uppi starfsemi félagsins allt árið um kring, um allt land og er þátttaka þeirra í baráttunni gegn krabbameini ómetanleg.

Gerast velunnari

Skeggkeppni Mottumars

Skeggkeppnin er skemmtilegur hluti af Mottumars, árlegu átaki Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum. Þátttakendur skeggkeppninnar safna ekki aðeins skeggi heldur einnig áheitum og styðja þannig með ómetanlegum hætti við starf Krabbameinsfélagsins.

Taktu þátt!

Stakur styrkur 

Hlutverk Krabbameinsfélagins er að efla í hvívetna baráttuna gegn krabbameinum. Við leggjum áherslu á að fækka þeim sem veikjast af krabbameinum, lækka dánartíðni og bæta lífsgæði þeirra sem greinast með krabbamein. Krabbameinsfélagið er alfarið rekið fyrir styrki frá almenningi og fyrirtækjum. Því skiptir stuðningur þinn öllu máli.

Velja upphæð

Vefverslun Krabbameinsfélagsins

Vefverslun Krabbameinsfélagsins er opin allan sólarhringinn og er með mikið úrval af fallegum gjafavörum. Í tilefni af Mottumars er einnig mikið úrval af Mottumars varningi til sölu.

Mottumarsbúðin

Styrkur til félagsins lækkar skattana þína

Það hefur aldrei verið jafn hagstætt að styrkja Krabbameinsfélagið því frá og með nóvember 2021 er hægt að lækka skattana í leiðinni. Þetta á bæði við um einstaklinga og fyrirtæki:

  • Fyrirtæki geta fengið skattafslátt af styrkjum sem nema allt að 1,5% af tekjuskattsstofni.
  • Hjá einstaklingum þarf styrkfjárhæðin að vera að lágmarki 10 þúsund krónur og hámarksskattafsláttur fæst fyrir 350 þúsund króna framlag. Hámarks upphæðin er tvöföld fyrir hjón, þ.e. 700 þúsund krónur.

Lesa meira


Kærar þakkir fyrir að styrkja Krabbameinsfélagið!

Velvild frá fólki eins og þér er grundvöllur þess að félagið okkar geti starfað.