Skeggkeppni

Taktu þátt í skeggkeppninni og safnaðu áheitum fyrir gott málefni.

Þú skráir þig sem einstakling og getur svo í framhaldi af því valið þér lið til að taka þátt í.

Skrá mig í skeggkeppnina

Viltu frekar styrkja keppendur?

Ef þú vilt styrkja málefnið án þess að skrá þig í skeggkeppnina tökum við þér fagnandi. Það vinnur enginn án stuðnings.

Styrkja lið eða einstakling

Leiðin til sigurs

Ekki segja hinum, en við erum með tips og trix fyrir metnaðarfulla keppendur.

  • Grípandi nafn er gott, en flott mynd er ennþá betri.

  • Ef skeggvöxturinn er ekki alveg kominn (ennþá) eigum við flottan Instagram filter sem virkar fyrir öll kyn (en bara í farsímum). Taktu upp vídeó með filternum og sjáðu hvaða mottu gervigreindin úthlutar þér.

  • Ef þú hefur persónulega sögu af því hvers vegna málefnið skiptir þig máli þá gæti það hæglega skorað nokkur styrktarstig.

  • Síðast en ekki síst smala, smala og smala. Deildu hlekknum fyrir þitt lið eða einstaklingsskráningu á vini og vandamenn og ekki hika við að minna á þig.

  • Notaðu #mottumars og ekki gleyma að smala!

QR kóði fyrir Instagram Mottumars filter