Mottufréttir

Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Sokkar og súkkulaði

Dróttskátasveitin Víkingar fékk heimsókn frá Krabbameinsfélagsins í gærkvöldi.

Hönnunarviðburður

As We Grow hönnuðir Mottumarssokkana í ár standa fyrir Mottumarsviðburði í verslun sinni að Klapparstíg 29, föstudaginn 15. mars kl. 17:00-19:00. Öll velkomin.

REYNSLUSAGA: BEYGÐI AF OG FÓR AÐ GRÁTA

Þegar Anton Helgi Jónsson, skáld heyrði að hann væri með krabbamein, beygði hann af og fór að gráta.  

REYNSLUSAGA: Hreyfingin er frí frá áhyggjum

Kári Kristján Kristjánsson segir að hreyfingin, í hans tilfelli handboltinn hafi bjargað geðheilsu sinni eftir að hann greindist með æxli í baki árið 2012. 

Mottumarshlaupið sló í gegn

Við vonumst til þess að Mottumarshlaupið nýtist sem hvatning til áframhaldandi hreyfingar. Regluleg hreyfing er mikilvægur þáttur í að draga úr líkum á krabbameinum!

„Ekki humma fram af þér heilsuna“ hlaut þrjá Lúðra

Við erum stolt og hrærð yfir þessum flotta árangri og full þakklætis í garð þeirra ótalmörgu sem leggjast á árarnar í glímunni við krabbamein karla í Mottumars ár hvert. Alls hreppti herferðin „Ekki humma fram af þér heilsuna“ verðlaun í þremur flokkum; besta sjónvarpsauglýsing í flokki almannaheilla, besta herferð í flokki almannaheilla og loks besta innsendingin í opnum flokki almannaheilla.

Við erum að kalla þig út, kall!

Við fögnum framförum í greiningu og meðferð en best er auðvitað ef hægt er að koma í veg fyrir krabbamein. Vísindin vísa okkur leiðina og rannsóknir sýna að 30 til 40% krabbameina tengjast lífsstíl. Það þýðir að ýmsar lífsvenjur, t.d. tóbaksnotkun, áfengisneysla, hreyfingarleysi, mataræði og fleiri þættir geta haft áhrif á líkurnar á ákveðnum tegundum krabbameina.

Köllum kalla þessa lands út!

Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak tileinkað krabbameinum hjá körlum hefst í dag. Kallaútkall er yfirskrift átaksins í ár þar sem lögð er áhersla á forvarnargildi hreyfingar. Regluleg hreyfing dregur úr hættunni á krabbameinum, en allt of margir karlmenn hreyfa sig ekki nóg til að njóta þessara verndandi áhrifa. Það þarf ekki nema örfáar mínútur af hreyfingu á dag til að ná fram jákvæðum áhrifum.

Upp með sokkana og í Mottumarshlaupið 2024

Komdu með í fyrsta Mottumarshlaup Krabbameinsfélagsins sem haldið verður á hlaupársdeginum 29. febrúar. Við lofum stuði og stemmningu um leið og við hreyfum okkur til stuðnings góðum málstað!

Sjöunda árið í röð fær forsetinn fyrsta parið

Forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessyni hefur frá árinu 2018 verið afhent fyrsta parið af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Krabbameinsfélaginu í Mottumars, árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki sem tileinkað er krabbameinum hjá körlum. Forsetinn hefur sýnt verkefninu ómetanlegan stuðning í gegnum árin.

Mottumarssokkarnir hannaðir af AS WE GROW

Það eru þær Gréta Hlöðversdóttir, Snæfríð Þorsteins og Kamilla Henriau sem eru hugmyndasmiðirnir og hönnuðirnir á bakvið sokkana sem eru einstaklega fallegir.