Samstarfsaðilar 2024

Ekki er hægt að meta til fjár allan þann stuðning fjölda fólks og fyrirtækja sem gefið hafa vinnu sína eða veitt mikinn afslátt, nú sem fyrr, við gerð og birtingu kynningar- og fræðsluefnis. Einnig má þar telja ókeypis vörur og vinninga og endurgjaldslaus afnot af tækjum og aðstöðu. Stuðningur ykkar er ómetanlegur. Þeir aðilar sem hafa áhuga á að leggja okkur lið og gerast samstarfsaðilar Mottumars eru hvattir til að fylla út formið hér að neðan og við munum hafa samband í kjölfarið:
Gerast samstarfsaðili 2024

Veruleg tækifæri fyrir „Vini Mottumars”

Samstarfsaðilar Mottumars geta skapað sér veruleg tækifæri til að kynna vörur sínar og þjónustu með því að taka þátt og leggja um leið sitt af mörkum til starfsemi Krabbameinsfélagsins. 

Lesa meira


Samstarfsaðilar Mottumars árið 2024

Mazda á Íslandi - brimborg

Tilboð í Mottumars á skottmottum hjá Mazda og 10% af andvirði rennur til Mottumars.

Mosfellsbakarí

Á Mottudaginn, föstudaginn 22. mars, er gráupplagt að mæta í Mosfellsbakarí og kaupa brauð dagsins, muffins, ástarpunga, kanellengju, berlínarbollu eða ameríska súkkulaðiköku því 15% af andvirði þessara vara renna beint til Krabbameinsfélagsins.

Dona & Co

Selja mottur í Tesla-bifreiðar. Í mars renna 1.000 kr. af hverri seldri mottu til Krabbameinsfélagsins.

Vistvera

10% af sölu af skeggvörum í mars renna til Krabbameinsfélagsins.

Center hotels

Dagana 16., 17., 23., 24 mars verður Jörgensen Kitchen & bar með sérstakan mottumars matseðil og mun 20% af sölunni renna til Krabbameinsfélagsins. Dagana 22.-31. mars mun 50% af sölunni af hverjum aðgangi í allar heilsulindir hótelanna einnig renna til félagsins.

Snilldarvörur

Allur ágóði af seldum NOSTALGÍU MOTTUM rennur óskertur til Krabbameinsfélagsins.

17 sortir

10% af sölu af vörum merktum Mottumars renna til Krabbameinsfélagsins.

Dagar

Allar tekjur af mottuþjónustu mars mánaðar munu renna óskiptar til Krabbameinsfélagsins.

Líf Kírópraktík

Strákarnir hjá Líf kírópraktík ætla að standa fyrir karlakvöldi fimmtudaginn 14. mars og afla fjár til styrktar átakinu.

ET FLUTNINGAR

ET styrkja átakið um 500.000 krónur.

Löður

Löður býður viðskiptavinum sínum upp á mottuþvott í mars á kr. 1.000 og rennur upphæðin óskipt til átaksins. Mottuþvotturinn er í boði á Fiskislóð, Dalvegi og á Fitjum.

Á Mottumarsdaginn, föstudaginn 22. mars gefur Löður 20% af allri sölu dagsins til Krabbameinsfélagsins.

Rekstrarvörur

Veita 20% afslátt af inni- og útimottum í mars og 1.000 kr. af hverri seldri mottu renna til Krabbameinsfélagsins.

Askja

Askja vekur athygli á Mottumars með viðburðum fimmtudaginn 21. mars. Þá verða skeggsnyrtar í sýningarsölum að Krókhálsi 11 og 13 og verður starfsfólki og gestum boðið í fría skeggsnyrtingu á milli kl. 12-16.

Castus

Castus gefur kr. 1.000 af hverri mottuhreinsun í mars til átaksins.

Dropp

Dropp styður viðskiptavini vefverslunar Krabbameinsfélagsins með því að bjóða fríar sendingar í mars á afhendingarstaði (ekki heimsendingar) Dropp. Gildir fyrir Mottumarssokka og allar aðrar vörur vefverslunarinnar.

Hafið

Hafið lætur 15% af allri sölu fiskréttar mánaðarins í mars renna til styrktar Mottumars.

bpro.is

Selja sérstakt mottuvax frá Beard Monkey í Svíþjóð. Allur ágóði af sölu vörunnar rennur til Krabbameinsfélagsins.

FlyOver Iceland

FlyOver Iceland bjóða upp á sérstaka pakka í tilefni MottuMars. Allur ágóði rennur óskiptur til Krabbameinsfélagsins.

Herramenn rakarastofa

10% af hagnaði af sölu Mr. Bear Family í mars rennur til Krabbameinsfélagsins.

Perform

Perform styrkir Mottumars með 200 kr. af hverri sölu í verslun vefverslun Perform.is í mars.

Heimilistæki ehf.

Heimilistæki láta 1.000 kr. af öllum seldum Philips hártækjum í mars renna til Krabbameinsfélagsins.