Samstarfs- og styrktaraðilar 2023

Ekki er hægt að meta til fjár allan þann stuðning fjölda fólks og fyrirtækja sem gefið hafa vinnu sína eða veitt mikinn afslátt, nú sem fyrr, við gerð og birtingu kynningar- og fræðsluefnis. Einnig má þar telja ókeypis vörur og vinninga og endurgjaldslaus afnot af tækjum og aðstöðu. Stuðningur ykkar er ómetanlegur.

Þeir aðilar sem hafa áhuga á að leggja okkur lið og gerast samstarfs- og styrktaraðilar Mottumars eru hvattir til að fylla út formið hér að neðan og við munum hafa samband í kjölfarið:

Gerast samstarfs- og styrktaraðili


Við kynnum samstarfsaðila
Mottumars 2023: 


Mosfellsbakarí

Á Mottudaginn, föstudaginn 31. mars, er gráupplagt að mæta í Mosfellsbakarí og kaupa brauð dagsins, muffins, ástarpunga, kanellengju eða súkkulaðiköku því 15% af andvirði þessara vara renna beint til Krabbameinsfélagsins.

Verkís

Verkís styður Krabbameinsfélagið með beinu fjárframlagi í tilefni af Mottumars. Þau ætla að gera sér dagamun á Mottumarsdaginn 30. mars. Matsalurinn verður skreyttur með mottumarsblöðrum, veggir skreyttir með einkennaveggspjöldum og hóað í hópmyndatöku og teknar myndir af öllum flottu mottunum og þeim deilt á samfélagsmiðla - svona á að gera þetta!

Frumkvöðlar í Fjölbrautaskóla Garðabæjar

Handgerð armbönd unnin af frumkvöðlafræðihópi í Fjölbrautaskóla Garðabæjar sem vill láta hluta ágóðans renna til styrktar Mottumars. Verð pr. armband 2.500 kr. Nældu þér í armband á Marmbond23 á Instagram eða í síma: 834 7004.

Sandholt

Sandholt er stoltur stuðningsaðili Mottumars og leggur baráttunni lið með fjárframlagi.

Spa hjá Center Hotels

Center Hotels leggja Mottumars lið með því að bjóða upp á aðgang í heilsulindirnar að Þingholti spa og Miðgarði spa. 

50% af ágóðanum mun renna beint til Mottumars.

Heimkaup

Múffumars í samvinnu við Mottumars. 10% af sölu á múffum og öðrum völdum vörum rennur beint til átaksins. 

Hr. Pringles frá Nóa Sírius

Hr. Pringles karlinn tekur þátt í Skeggkeppni Mottumars og þeir sem heita á hann geta unnið Pringles páskaegg frá Nóa Síríus.

Aðeins 18 egg voru framleidd og er því líklega sjaldgæfasta páskaeggið sem er framleitt í ár. Markmiðið eru þrjár milljónir en Pringles á Íslandi gaf tóninn og gáfu helminginn af þeirri upphæð strax í byrjun!

Löður

1.000 kr. eða frjálst framlag - þitt er valið!

Löður er nefninlega stoltur styrktaraðili Mottumars og gefur andvirði allra mottuþrifa óskert til Krabbameinsfélagsins!

Komdu við á Fiskislóð og nældu þér í mottuþrif og leggðu málefninu lið í leiðinni.

Föstudaginn 31. mars er sjálfur Mottudagurinn og er mikilvægt að taka daginn frá fyrir bílaþvott þar sem Löður mun gefa 15% af allri sölu dagsins til málefnisins, óháð staðsetningu þvottastöðvar.

TBLSHOP Ísland ehf.

Timberland lætur 1.000 kr. af hverju seldu pari af BLÁUM HERRASKÓM renna til Mottumars í mars.
 

Icepharma

Lætur 1.000 kr. af hverjum seldum Camelbak brúsa renna til Krabbameinsfélagsins.

Perform

Styrkir Mottumars með 10% af sölu á völdum vörum.

Allra Átta

Styrkja Mottumars um 50.000 kr. 

Númer eitt

Styrkja Mottumars um 1.000 kr. af hverju seldu bætiefnaboxi af KARL 45+ á meðan á átakinu stendur. 

Ihanna Home

Lætur 1.000 kr. af hverju seldu SAILOR sængurveri í dökkbláu og hvítu renna til Mottumars í mars.

Alfreð

Lætur 100 kr. renna til styrktar Mottumars fyrir hverja nýja atvinnuauglýsingu sem birtist í marsmánuði. 

Sassy

Sassy lætur 3.000 kr. af hverjum karlanærbuxum renna til Mottumars allan mars mánuð.

Nærbuxurnar hafa þann eiginleika að þær anda vel, skálmarnar renna ekki upp, það er sér vasi með góðri öndun fyrir punginn svo það myndast enginn sviti eða lykt. 

Glóandi kerti ehf.

Mottumarskertin verða í boði út mars eða á meðan birgðir endast, 500-1.000 kr. af hverju kerti (fer eftir stærð) rennur til Mottumars.

Hafið

Lætur 15% af allri sölu fiskréttar mánaðarins í mars renna til styrktar Mottumars.

Tekk

Lætur 2.000 kr. af hverri seldri mottu í mars renna til Krabbameinsfélagsins.

Dagar

Allar tekjur af mottuþjónustu Daga í mars renna óskiptar til Krabbameinsfélagsins.

Heimilistæki ehf.

Lætur 1.000 kr. af öllum seldum Philips hártækjum í mars renna til Krabbameinsfélagsins.