Vinir Mottumars

SAMSTARFS- og styrktaraðilar 2020

Ekki er hægt að meta til fjár allan þann stuðning fjölda fólks og fyrirtækja sem gefið hafa vinnu sína eða veitt mikinn afslátt, nú sem fyrr, við gerð og birtingu kynningar- og fræðsluefnis. Einnig má þar telja ókeypis vörur og vinninga og endurgjaldslaus afnot af tækjum og aðstöðu. Stuðningur ykkar er ómetanlegur.

Eftirfarandi gáfu tíma sinn og stórkostlega hæfileika við gerð myndbandsins fyrir Mottumars 2020. Þúsund þakkir!
Þórhallur Sigurðsson (Laddi), Björn Thors, Pétur Jóhann Sigurðsson, Logi Pedro, Jakob Frímann Magnússon, Ólafur Stefánsson, Pálmar Ragnarsson, Hrafnkell Örn Guðjónsson (Keli), Vilhelm Neto, Júlían J.K. Jóhannsson, Páll Óskar Hjálmtýsson, Þráinn Árni Baldvinsson,  Sigurður Sigurjónsson, Kristinn Óli Haraldsson (Króli), Steindór Hróar Steinþórsson (Steindi Jr.), Ólafur Örn Ólafsson, Björn Stefánsson, Arnmundur Ernst Björnsson, Felix Bergsson, Gunnar Hansson, Davíð Berndsen, Tómas Guðbjartsson, Sólmundur Hólm, Þorsteinn Backmann, Sigurður Þór Óskarsson og Ernesto Camilo Aldazabal Valdes. 

Svenni Speight ljósmyndari gaf vinnu sína fyrir átakið.

Albert Halldórsson gaf vinnu sína við lestur inn á kynningarefni átaksins.

Eftirtaldir aðilar styðja Mottumars 2020 með margvíslegum hætti:

Bláa lónið styrkir Krabbameinsfélagið um 30% af hverju seldu sturtugeli Bláa lónsins.

Nicotinell  styrkir Krabbameinsfélagið um 100 kr af hverjum seldum pakka í mars.

Heimilistæki: Af hverri seldri Philips hárklippu og skeggsnyrtum í mars renna 1.000 kr til Krabbameinsfélagsins.

Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar: Sérhönnuðu og framleiddu Mottumars vörulínu en allur ágóði af sölu varanna rennur til Krabbameinsfélagsins. Vörulínan samanstendur af bindi, vasaklút og þverslaufu úr sérofnu efni með glæsilegu mottu-símynstri. Athugið að þessar vörur fást aðeins í verslunum Kormáks og Skjaldar (og vefverslun þeirra) auk vefverslunar Krabbameinsfélagsins. Vörurnar eru í takmörkuðu upplagi. 

Síðast, en sannarlega ekki síst, þá hannaði Gunnar Hilmarsson, yfirhönnuður Kormáks og Skjaldar Mottumars-sokkana í ár. Við þökkum frábært samstarf!

Eldum rétt styrkja Krabbameinsfélagið um 500 krónur af hverjum seldum heilsupakka í 11. og 12. viku.

Pósturinn styrkir átakið með dreifingu til söluaðila um land allt og veitir okkur frábæra þjónustu.

Síminn styrkir átakið veglega með birtingum í Sjónvarpi Símans.

Tekk/Habitat láta 1000 kr. af hverri mottu sem seld er í mars renna til Krabbameinsfélagsins.

Stúdíó Sýrland gáfu afnot af úrvals aðstöðu sinni fyrir gerð myndbands Mottumars og buðu upp á ilmandi kaffi.

Verslunin Wasteland styrkir átakið með 20% framlagi af seldum vörum á bláum degi 7. mars auk þess að gefa viðskiptavinum líka 20% afslátt.

Leistar ehf ( Verslunin Cobra ) framleiddu Mottumars-sokkana á framúrskarandi kjörum. Takk Ari og Oddný!

Saffran gáfu mat fyrir þá sem léku og unnu að gerð myndbands Mottumars.

Lemon gáfu mat fyrir þá sem léku og unnu að gerð myndbands Mottumars.

Republik framleiddu myndbandið okkar fjórða árið í röð. Þúsund þakkir til ykkar: Hannes Friðbjarnarson, Reynir Lyngdal og Magnús Leifsson!

Brandenburg hafa unnið að verkefnum Mottumars síðan 2013 og við erum alltaf orðlaus yfir hugmyndaauðginni, metnaðinum og gleðinni sem þið skapið. Hjartans þakkir vinir; Raggi, Bragi, Hrafn, Raquel, Davíð, Dóra, Linda, Tryggvi, Guðni og Hörður og allt frábæra teymið á Brandenburg og Datera .

Hugsmiðjan sér um vef Mottumars og vefverslun og tryggir að allt sé í toppstandi. Ævinlega - takk!

Kringlan veitir endurgjaldslausa aðstöðu fyrir bás Mottumars eina helgi. 

SlaufHann styrkja Mottumars um 1000 kr af Mottumars slaufunum. Fáanlegar bæði með brúnum og bláum röndum. 

Sparky ehf. styrkir Mottumars um 5% af allri vinnu í marsmánuði. 

Kölski lætur 1.500 kr af hverju seldu bindi og 3.000 kr af hverju seldu skópari í mars renna til Mottumars.

Gamli skólinn FG - frumkvöðlafræði. Nemendur í frumkvöðlafræði framleiddu lyklakippu sem jafnframt er flöskuopnari til styrktar Mottumars. 

Allt fasteignir ehf styrkja átakið með framlagi fyrir hverja eign sem skráð er í einkasölu í marsmánuði. 

CenterRepair- Snjall&Viðgerðarþjónusta miðbæjar styrkja Mottumars um 2.000 kr. af hverri viðgerð í marsmánuði