Mottumars 2018

Þegar vinnufélagi greinist með krabbamein

Þegar vinnufélagi greinist með krabbamein geta þessi hollráð komið að gagni.

Stuðningur og velvilji samstarfsfólks getur haft verulega þýðingu fyrir þann sem greinist með krabbamein. Það veitir styrk að finna fyrir umhyggju, að maður hafi hlutverki að gegna og skipti máli. 

Hér eru nokkur hollráð sem geta komið að gagni. 

 • Verum tilbúin að hlusta, leitast við að skilja og sýna áhuga, en þó án óþarfa hnýsni.
 • Sýnum nærgætni. Sumir eiga auðvelt með að tala um veikindi sín en aðrir vilja sem minnst um þau ræða.
 • Sýnum sveigjanleika og verum tilbúin að breyta skipulagi til að koma til móts við breyttar aðstæður vinnufélagans.
 • Munum að það að greinast með krabbamein og fara í krabbameinsmeðferð hefur víðtæk áhrif, sem þó geta verið ólík milli einstaklinga. Meðal algengra aukaverkana eru þreyta, úthaldsleysi, einbeitingarskortur, hármissir, ógleði/uppköst, kvíði, hræðsla, reiði og sorg. 
 • Verum meðvituð um að líðan getur verið mjög breytileg. Algengt er að fólk í krabbameinsmeðferð eigi bæði góða daga og slæma.
 • Verum meðvituð um að það getur verið mjög mikilvægt fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein að halda áfram að vinna eða vera í tengslum við vinnustaðinn sinn. Vinnan veitir mörgum öryggi og reglu á meðan daglegt líf getur að öðru leyti verið gerbreytt. Að halda tengslumvið vinnufélaga getur uppfyllt félagslegar þarfir og dregið úr einangrun. 
 • Höfum í huga að mörgum þykir erfitt að biðja um aðstoð. Spyrjum beint hvort hægt sé að aðstoða og hvernig. Ef aðstoð er afþökkuð er gott að láta viðkomandi vita að boðið standi áfram.
 • Verum meðvituð um að þó krabbameinsmeðferð sé lokið þá finna margir fyrir úthalds– og einbeitingarleysi löngu eftir að meðferð lýkur.

Nánar um það þegar vinnufélagi fær krabbamein hér.Við erum til staðar fyrir þig og þína þegar á þarf að halda. Hafðu samband við Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins ef þú vilt nánari upplýsingar um hvernig hægt er að styðja vinnufélaga sem greinist með krabbamein í síma 800 4040 eða með tölvupósti á radgjof@krabb.is


Þegar vinnufélagi greinist með krabbamein geta þessi hollráð komið að gagni.

Stuðningur og velvilji samstarfsfólks getur haft verulega þýðingu fyrir þann sem greinist með krabbamein. Það veitir styrk að finna fyrir umhyggju, að maður hafi hlutverki að gegna og skipti máli. 

Hér eru nokkur hollráð sem geta komið að gagni. 

 • Verum tilbúin að hlusta, leitast við að skilja og sýna áhuga, en þó án óþarfa hnýsni.
 • Sýnum nærgætni. Sumir eiga auðvelt með að tala um veikindi sín en aðrir vilja sem minnst um þau ræða.
 • Sýnum sveigjanleika og verum tilbúin að breyta skipulagi til að koma til móts við breyttar aðstæður vinnufélagans.
 • Munum að það að greinast með krabbamein og fara í krabbameinsmeðferð hefur víðtæk áhrif, sem þó geta verið ólík milli einstaklinga. Meðal algengra aukaverkana eru þreyta, úthaldsleysi, einbeitingarskortur, hármissir, ógleði/uppköst, kvíði, hræðsla, reiði og sorg. 
 • Verum meðvituð um að líðan getur verið mjög breytileg. Algengt er að fólk í krabbameinsmeðferð eigi bæði góða daga og slæma.
 • Verum meðvituð um að það getur verið mjög mikilvægt fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein að halda áfram að vinna eða vera í tengslum við vinnustaðinn sinn. Vinnan veitir mörgum öryggi og reglu á meðan daglegt líf getur að öðru leyti verið gerbreytt. Að halda tengslumvið vinnufélaga getur uppfyllt félagslegar þarfir og dregið úr einangrun. 
 • Höfum í huga að mörgum þykir erfitt að biðja um aðstoð. Spyrjum beint hvort hægt sé að aðstoða og hvernig. Ef aðstoð er afþökkuð er gott að láta viðkomandi vita að boðið standi áfram.
 • Verum meðvituð um að þó krabbameinsmeðferð sé lokið þá finna margir fyrir úthalds– og einbeitingarleysi löngu eftir að meðferð lýkur.

Nánar um það þegar vinnufélagi fær krabbamein hér.Við erum til staðar fyrir þig og þína þegar á þarf að halda. Hafðu samband við Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins ef þú vilt nánari upplýsingar um hvernig hægt er að styðja vinnufélaga sem greinist með krabbamein í síma 800 4040 eða með tölvupósti á radgjof@krabb.is