Mottumars 2018

Ertu með einkenni sem gætu verið vísbendingar um krabbamein?

Vertu meðvitaður, þekktu líkama þinn og helstu einkenni krabbameina!

Nokkur einkenni sem karlar ættu ekki að láta fram hjá sér fara:

 • Erfiðleikar við þvaglát eða blóð í þvagi.
 • Þrálátur hósti og erfiðleikar við kyngingu.
 • Blæðing frá endaþarmi eða blóð í hægðum.
 • Langvarandi óþægindi frá meltingarvegi.
 • Óútskýrt þyngdartap eða þyngdaraukning.
 • Viðvarandi þreyta sem minnkar ekki við hvíld.
 • Eitlastækkanir.
 • Hnútar, til dæmis í eistum.
 • Breytingar á húð og slímhúð (til dæmis sár í munni sem gróa ekki, sár á kynfærum eða breytingar á fæðingarblettum).

Einkennin hér að ofan geta vakið grun um krabbamein en geta einnig verið til marks um aðra
sjúkdóma.

Nauðsynlegt er að bregðast við einkennum því líkur á lækningu eru meiri því fyrr sem
krabbamein greinast. Leitaðu því til læknis ef þú hefur fundið til einhverra ofantalinna
einkenna eða hafðu samband við Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins.


Vertu meðvitaður, þekktu líkama þinn og helstu einkenni krabbameina!

Nokkur einkenni sem karlar ættu ekki að láta fram hjá sér fara:

 • Erfiðleikar við þvaglát eða blóð í þvagi.
 • Þrálátur hósti og erfiðleikar við kyngingu.
 • Blæðing frá endaþarmi eða blóð í hægðum.
 • Langvarandi óþægindi frá meltingarvegi.
 • Óútskýrt þyngdartap eða þyngdaraukning.
 • Viðvarandi þreyta sem minnkar ekki við hvíld.
 • Eitlastækkanir.
 • Hnútar, til dæmis í eistum.
 • Breytingar á húð og slímhúð (til dæmis sár í munni sem gróa ekki, sár á kynfærum eða breytingar á fæðingarblettum).

Einkennin hér að ofan geta vakið grun um krabbamein en geta einnig verið til marks um aðra
sjúkdóma.

Nauðsynlegt er að bregðast við einkennum því líkur á lækningu eru meiri því fyrr sem
krabbamein greinast. Leitaðu því til læknis ef þú hefur fundið til einhverra ofantalinna
einkenna eða hafðu samband við Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins.