Mottumars 2018

Algengasta krabbamein ungra karla

Eistnakrabbamein

Krabbamein í eistum eru frekar sjaldgæf en þau eru samt algengustu illkynja æxli karla á aldrinum 25-39 ára. Um 10 karlar greinast árlega og meðalaldur við greiningu er um 36 ár. Þetta er eitt fárra krabbameina þar sem flestir læknast þrátt fyrir að sjúkdómurinn hafi dreift sér til annarra líffæra en um 98% eru á lífi fimm árum eftir greiningu.

Einkenni

Yfirleitt eru engin sérstök einkenni til að byrja með en algengustu einkenni sem geta koma fram eru:

 • Þyngdartilfinning í eista.
 • Sársaukalaus stækkun á öðru eistanu.
 • Þótt fyrirferð í eista valdi venjulega ekki sársauka getur stundum komið fram óljós verkjaseiðingur.

Æxlið uppgötvast oftast þegar sjúklingur finnur þykkildi eða fyrirferðaraukningu í öðru eistanu. Ætíð er ráðlagt að leita til læknis ef einkenni ganga ekki til baka innan þriggja vikna. Þessi einkenni geta einnig verið af saklausum toga og verkur í eista er oftast vegna bólgu eða sýkingar sem lækna má með lyfjum. 

Sjálfskoðun eistna

Með því að þreifa eistun reglulega lærirðu að þekkja þau og finnur fljótt ef einhverjar breytingar verða. 

 • Veldu fastan tíma til að þreifaðu eistun, um það bil einu sinni í mánuði.
 • Best er að þreifa eistun í eða strax eftir bað því þá er pungurinn slakur.
 • Stattu fyrir framan spegil og athugaðu hvort þú sérð bólgu eða eitthvað annað óvenjulegt í pungnum.
 • Skoðaðu annað eistað í einu.
 • Taktu punginn í lófann og finndu stærð og lögun eistanna.
 • Taktu utan um annað eistað með þumalfingri og vísifingri beggja handa.
 • Rúllaðu eistanu milli fingranna og leitaðu að hnút í eða utan á eistanu.
 • Endurtaktu skoðunina á hinu eistanu.  
Athugaðu: 
 • Annað eistað er líklega stærra en hitt og liggur lægra. Það er eðlilegt. 
 • Hnútur í eista getur verið mjög smár, eins og baun eða hrísgrjón.
 • Ofan á bakhlið eistans liggur eistnalyppan. Eistað er almennt slétt og mjúkt viðkomu. Eistnalyppan er hins vegar óregluleg og jafnvel aum viðkomu.

Ef þú hefur einkenni sem geta bent til krabbameins í eistum skaltu leita til heimilislæknis eða   þvagfæraskurðlæknis.

Orsakir

Yfirleitt er ekki ljóst hvað veldur krabbameini í eistum, en vitað er að nokkrir þættir hafa áhrif:

 • Vansköpun. Líkurnar á að fá sjúkdóminn eru meiri hjá þeim mönnum þar sem eistað hefur ekki gengið á eðlilegan hátt niður í punginn á fósturskeiði (cryptorchidismus). Drengir með vanskapanir í kynfærunum eru einnig í aukinni hættu á að fá krabbamein í eistun, sem bendir til að hormónaþættir á fósturstigum geti haft þýðingu fyrir myndun sjúkdómsins. 
 • Erfðir. Ef faðir eða bróðir hefur greinst með sjúkdóminn eru nokkuð auknar líkur.

Greining

Læknir þreifar eistun til að athuga hvort þau eru stækkuð eða með grunsamlega fyrirferð. Hann þreifar einnig eitla á hálsi og í nára ásamt því að athuga hvort mjólkurkirtlar eru stækkaðir. Ef einhver grunur vaknar um krabbamein í eista er í framhaldi læknisskoðunar gerð ómskoðun af eistanu. Venjulega eru niðurstöður slíkrar rannsóknar nægjanlegar til ákvörðunar um hvort eistað skuli fjarlægt. Tölvusneiðmyndarannsókn er síðan beitt til að athuga hvort æxlið gæti hafa myndað meinvörp í kviðarholseitlum eða myndað fjarmeinvörp.

Meðferð

Sjúka eistað er ávallt fjarlægt með náraskurðaðgerð, óháð því hvaða gerð af krabbameini um er að ræða. Í tengslum við aðgerðina er unnt að setja inn gervieista. Framhaldsmeðferð fer eftir gerð krabbameinsins og því hvort æxlið hefur náð að dreifa sér. 

Algengi og lífshorfur

Horfur sjúklinga með krabbamein í eistum hafa batnað verulega á síðustu áratugum. Fyrst og fremst ber að þakka því að cisplatin hefur reynst áhrifaríkt gegn sjúkdómnum. Er þetta lyf hornsteinn meðferðar og hefur gjörbreytt horfum sjúklinganna.

Fyrir 30 til 50 árum lifðu ekki nema um 70% þeirra sem fengu þessi æxli í fimm ár eða lengur (1960-1980) en nú eru um 98% á lífi fimm árum frá greiningu. Þar sem afar fáir deyja úr sjúkdómnum þegar liðin eru meira en fimm ár frá greiningu má reikna með að vel yfir 90% læknist af krabbameini í eistum. 

Meðalaldur við greiningu er 36 ár. Um 10 karlar greinast árlega með sjúkdóminn og í árslok 2013 voru 269 á lífi með sjúkdóminn.


Eistnakrabbamein

Krabbamein í eistum eru frekar sjaldgæf en þau eru samt algengustu illkynja æxli karla á aldrinum 25-39 ára. Um 10 karlar greinast árlega og meðalaldur við greiningu er um 36 ár. Þetta er eitt fárra krabbameina þar sem flestir læknast þrátt fyrir að sjúkdómurinn hafi dreift sér til annarra líffæra en um 98% eru á lífi fimm árum eftir greiningu.

Einkenni

Yfirleitt eru engin sérstök einkenni til að byrja með en algengustu einkenni sem geta koma fram eru:

 • Þyngdartilfinning í eista.
 • Sársaukalaus stækkun á öðru eistanu.
 • Þótt fyrirferð í eista valdi venjulega ekki sársauka getur stundum komið fram óljós verkjaseiðingur.

Æxlið uppgötvast oftast þegar sjúklingur finnur þykkildi eða fyrirferðaraukningu í öðru eistanu. Ætíð er ráðlagt að leita til læknis ef einkenni ganga ekki til baka innan þriggja vikna. Þessi einkenni geta einnig verið af saklausum toga og verkur í eista er oftast vegna bólgu eða sýkingar sem lækna má með lyfjum. 

Sjálfskoðun eistna

Með því að þreifa eistun reglulega lærirðu að þekkja þau og finnur fljótt ef einhverjar breytingar verða. 

 • Veldu fastan tíma til að þreifaðu eistun, um það bil einu sinni í mánuði.
 • Best er að þreifa eistun í eða strax eftir bað því þá er pungurinn slakur.
 • Stattu fyrir framan spegil og athugaðu hvort þú sérð bólgu eða eitthvað annað óvenjulegt í pungnum.
 • Skoðaðu annað eistað í einu.
 • Taktu punginn í lófann og finndu stærð og lögun eistanna.
 • Taktu utan um annað eistað með þumalfingri og vísifingri beggja handa.
 • Rúllaðu eistanu milli fingranna og leitaðu að hnút í eða utan á eistanu.
 • Endurtaktu skoðunina á hinu eistanu.  
Athugaðu: 
 • Annað eistað er líklega stærra en hitt og liggur lægra. Það er eðlilegt. 
 • Hnútur í eista getur verið mjög smár, eins og baun eða hrísgrjón.
 • Ofan á bakhlið eistans liggur eistnalyppan. Eistað er almennt slétt og mjúkt viðkomu. Eistnalyppan er hins vegar óregluleg og jafnvel aum viðkomu.

Ef þú hefur einkenni sem geta bent til krabbameins í eistum skaltu leita til heimilislæknis eða   þvagfæraskurðlæknis.

Orsakir

Yfirleitt er ekki ljóst hvað veldur krabbameini í eistum, en vitað er að nokkrir þættir hafa áhrif:

 • Vansköpun. Líkurnar á að fá sjúkdóminn eru meiri hjá þeim mönnum þar sem eistað hefur ekki gengið á eðlilegan hátt niður í punginn á fósturskeiði (cryptorchidismus). Drengir með vanskapanir í kynfærunum eru einnig í aukinni hættu á að fá krabbamein í eistun, sem bendir til að hormónaþættir á fósturstigum geti haft þýðingu fyrir myndun sjúkdómsins. 
 • Erfðir. Ef faðir eða bróðir hefur greinst með sjúkdóminn eru nokkuð auknar líkur.

Greining

Læknir þreifar eistun til að athuga hvort þau eru stækkuð eða með grunsamlega fyrirferð. Hann þreifar einnig eitla á hálsi og í nára ásamt því að athuga hvort mjólkurkirtlar eru stækkaðir. Ef einhver grunur vaknar um krabbamein í eista er í framhaldi læknisskoðunar gerð ómskoðun af eistanu. Venjulega eru niðurstöður slíkrar rannsóknar nægjanlegar til ákvörðunar um hvort eistað skuli fjarlægt. Tölvusneiðmyndarannsókn er síðan beitt til að athuga hvort æxlið gæti hafa myndað meinvörp í kviðarholseitlum eða myndað fjarmeinvörp.

Meðferð

Sjúka eistað er ávallt fjarlægt með náraskurðaðgerð, óháð því hvaða gerð af krabbameini um er að ræða. Í tengslum við aðgerðina er unnt að setja inn gervieista. Framhaldsmeðferð fer eftir gerð krabbameinsins og því hvort æxlið hefur náð að dreifa sér. 

Algengi og lífshorfur

Horfur sjúklinga með krabbamein í eistum hafa batnað verulega á síðustu áratugum. Fyrst og fremst ber að þakka því að cisplatin hefur reynst áhrifaríkt gegn sjúkdómnum. Er þetta lyf hornsteinn meðferðar og hefur gjörbreytt horfum sjúklinganna.

Fyrir 30 til 50 árum lifðu ekki nema um 70% þeirra sem fengu þessi æxli í fimm ár eða lengur (1960-1980) en nú eru um 98% á lífi fimm árum frá greiningu. Þar sem afar fáir deyja úr sjúkdómnum þegar liðin eru meira en fimm ár frá greiningu má reikna með að vel yfir 90% læknist af krabbameini í eistum. 

Meðalaldur við greiningu er 36 ár. Um 10 karlar greinast árlega með sjúkdóminn og í árslok 2013 voru 269 á lífi með sjúkdóminn.