Mottumars 2018

Krabbamein í Blöðruhálskirtli

Blöðruhálskirtilskrabbamein er algengasta krabbamein hjá körlum á Íslandi. Árlega greinast að meðaltali um 214 karlar.

Hvað er blöðruhálskirtilskrabbamein?

Undir venjulegum kringumstæðum er öllum frumuvexti í líkamanum nákvæmlega stýrt. Þegar frumur deyja eru þær endurnýjaðar á skipulegan hátt. Allir krabbameinssjúkdómar eiga það sameiginlegt að þetta skipulag riðlast í frumum einhvers staðar í líkamanum sem fara að fjölga sér stjórnlaust. Í blöðruhálskirtlinum eru nokkrar tegundir af frumum en krabbamein myndast langoftast í kirtilfrumum. Þessi óeðlilegi vöxtur frumnanna veldur breytingum á kirtlinum sem getur t.d. komið fram í áferð eða stærð hans. Blöðruhálskirtilskrabbamein getur vaxið hægt en stundum hratt. Oftast vex það hægt í upphafi og er einkenna- og óþægindalaust. Sumir karlar fá þó illvígara mein (high risk) sem er líklegra til að dreifa sér og valda vandræðum. Í þeim tilfellum þarf að meðhöndla krabbameinið til að reyna að fyrirbyggja að það dreifi sér út fyrir blöðruhálskirtilinn.

FRÆÐSLUMYNDBAND UM KRABBAMEIN Í BLÖÐRUHÁLSKIRTLI

Hverjir fá blöðruhálskirtilskrabbamein og hverjar eru lífshorfurnar?

Blöðruhálskirtilskrabbamein er algengasta krabbamein hjá körlum á Íslandi. Árlega greinast að meðaltali um 214 karlar. Einn af hverjum átta körlum á Íslandi fær blöðruhálskirtilskrabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. Í lok ársins 2016 voru 2251 karl á lífi með sjúkdóminn. Meðalaldur þeirra sem greinast er 70 ár en á hverju ári greinast þó að meðaltali 2-3 karlmenn undir fimmtugu með sjúkdóminn. Nú geta tæplega 90% þeirra sem greinast með sjúkdóminn vænst þess að lifa í fimm ár eða lengur en fyrir fimm áratugum var þetta hlutfall rúmlega 30%. Lífshorfur byggjast á því hvort sjúkdómurinn er bundinn við kirtilinn eða hvort hann hafi dreift sér til eitla eða beina. Eins getur gangur hans verið mjög misjafn eftir einstaklingum. Mestar líkur eru til þess að hægt sé að uppræta sjúkdóminn ef hann greinist á byrjunarstigi. Í flestum tilvikum er sjúkdómurinn þó hægfara og veldur jafnvel aldrei einkennum, einkum ef hann er staðbundinn hjá eldri einstaklingum.

Tölfræði um  blöðruhálskirtilskrabbamein.

Eftirfarandi þættir geta haft áhrif á líkurnar á að fá blöðruhálskirtilskrabbamein

 • Aldur – eftir fimmtugt aukast líkur karla á að fá blöðruhálskirtilkrabbamein og líkurnar aukast með hækkandi aldri. 
 • Fjölskyldusaga – ef faðir þinn eða bróðir hafa greinst með blöðruhálskirtilskrabbamein eru líkurnar á að þú greinist tvisvar og hálfu sinni meiri en hjá þeim sem ekki eiga ættingja með krabbameinið. Líkurnar aukast enn frekar ef ættingi þinn var yngri en 60 ára þegar hann greindist eða ef fleiri en einn náinn ættingi er með krabbameinið. 
 • Kynþáttur –  karlar af afrískum uppruna eru líklegri en aðrir karlar til að fá krabbameinið.  
 • Stökkbreyting í BRCA2 geni. Karlmenn sem fæðast með stökkbreytingu í BRCA2 geni hafa u.þ.b. fimmfalda áhættu á að greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli miðað við karla almennt. Þeir greinast yngri og sjúkdómurinn er alvarlegri og lengra genginn við greiningu. Hjá þeim hefur sjúkdómurinn líka hraðari framgang, einnig eftir að tekið hefur verið tillit til þess að hann er lengra genginn við greiningu. 

 • Lífsstíll – ekki er vitað hvernig á að koma í veg fyrir krabbamein í blöðruhálskirtli en heilsusamlegt mataræði og líferni getur haft verndandi áhrif.  

Hvaða einkenni geta bent til krabbameins í blöðruhálskirtli?

Helstu einkenni sem geta bent til krabbameins í blöðruhálskirtli:

Oft eru engin einkenni. Stækki meinið getur það þrýst á þvagrásina og valdið einu eða fleiri einkennum:

 • Þvagtregða, erfiðleikar að byrja þvaglát, kraftlítil þvagbuna, dropar í lok þvagbunu og/eða erfitt að tæma þvagblöðruna.
 • Tíð þvaglát, sérstaklega á nóttunni.
 • Blöðrubólga, verkur eða óþægindi við þvaglát. 
 • Blóð í þvagi eða sáðvökva. Góðkynja sjúkdómar í blöðruhálskirtli eru þó algengasta orsök þessara einkenna.

Einkenni sem ágerast hratt eða koma fram hjá körlum undir fimmtugu þarf alltaf að rannsaka. Hafi krabbameinið dreift sér til annarra líffæra getur það valdið eftirfarandi einkennum:

 • Beinverkir í mjöðmum, mjaðmagrind, hryggsúlu eða lærleggjum.
 • Þreyta.
 • Slappleiki.
 • Þyngdartap.

STÆKKUN Á BLÖÐRUHÁLSKIRTLI EÐA KRABBAMEIN Í BLÖÐRUHÁLSKIRTLI?

Nokkuð algengt er að frumurnar í kirtlinum stækki hjá eldri mönnum og getur það haft þær afleiðingar að kirtillinn þrengir að þvagrásinni með tilheyrandi einkennum. Þessi einkenni eru oft þau sömu og einkenni blöðruhálskirtilskrabbameins en góðkynja stækkun á blöðruhálskirtli er mun algengari sjúkdómur og tengist ekki krabbameini. Bólga í blöðruhálskirtli eða sýking getur einnig valdið svipuðum einkennum.

Orsakir blöðruhálskirtilskrabbameins

Í flestum tilvikum er ekki vitað hvað veldur sjúkdómnum en tíðnin eykst með hækkandi aldri. Karlhormónið testósterón virðist nauðsynlegt til að þetta krabbamein myndist og vaxi. 

Áhættuþættir:

 • Aldur. Að eldast er stærsti áhættuþáttur blöðruhálskirtilskrabbameins. Rannsóknir benda til þess að allt að 80% af öllum 80 ára og eldri séu með blöðruhálskirtilskrabbamein í einhverri mynd. Flest þessara krabbameina liggja í dvala og munu aldrei valda neinum skaða.
 • Fjölskyldusaga. Að eiga náinn ættingja (föður, bróður, son) sem greinst hefur með blöðruhálskirtilskrabbamein eykur áhættuna að greinast með krabbameinið og eykst áhættan eftir því sem fleiri nánir ættingjar hafa sjúkdóminn.
 • Kynþáttur. Blöðruhálskirtilskrabbamein er algengast hjá mönnum af afrískum uppruna og sjaldgæfast hjá körlum af asískum uppruna.
 • Stökkbreyting í BRCA2 geni. Karlmenn sem fæðast með stökkbreytingu í BRCA2 geni hafa u.þ.b. fimmfalda áhættu á að greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli miðað við karla almennt. Þeir greinast yngri og sjúkdómurinn er alvarlegri og lengra genginn við greiningu. Hjá þeim hefur sjúkdómurinn líka hraðari framgang, einnig eftir að tekið hefur verið tillit til þess að hann er lengra genginn við greiningu. 

Hvernig er Krabbamein í blöðruhálskirtli greint? 

PSA. Eftir aðstæðum mun læknirinn meta að höfðu samráði við einstaklinginn hvort ástæða sé til að athuga með blóðprufu hvort hækkun sé á PSA (prostate-specific antigen) sem er mótefnavaki sem blöðruhálskirtillinn gefur frá sér. PSA er mælanlegt í blóði allra karla. Margt getur haft áhrif á þennan mótefnavaka og ekki er mælt með að mæla PSA hjá einkennalausum körlum því þá eru líkur á að greina hægvaxandi æxli sem hefði aldrei valdið viðkomandi skaða og getur það leitt til þess að menn gangist undir meðferð sem getur haft alvarlegar aukaverkanir. Karlar með lágt PSA-gildi geta haft blöðruhálskirtilskrabbamein og PSA getur hækkað við aðra sjúkdóma eins og bólgur eða góðkynja stækkun á blöðruhálskirtli og við áreynslu.

Þreifing um endaþarm. Ef leitað er til læknis vegna áhyggja af blöðruhálskirtilskrabbameini mun hann að öllum líkindum þreifa blöðruhálskirtilinn um endaþarm. Læknirinn notar hanska og setur gel á fingurinn svo þreifingin valdi sem minnstum óþægindum. Með þreifingu má greina hnúta eða óregluleg svæði á kirtlinum og hvort hann sé óeðlilega stór. 

Vefjasýni. Ef skoðun eða PSA-próf bendir til sjúkdómsins mun læknirinn ráðleggja sýnatöku. Þá er fínnál stungið gegnum spöng (húðin milli endaþarms og eistna) og mörg lítil sýni tekin frá kirtlinum sem meinafræðingur skoðar undir smásjá og gefur æxlinu svokallað Gleason-skor sem er á bilinu 2 til 10. Lágt Gleason-skor þýðir að krabbameinsfrumurnar líkjast eðlilegum blöðruhálskirtilsfrumum og þá er æxlið ólíklegra til að dreifa sér til annarra líffæra. Hátt Gleason-skor þýðir að krabbameinsfrumurnar eru mjög ólíkar eðlilegum frumum og líklegri til að dreifa sér. Sýnataka er öruggasta leiðin til að greina krabbamein og spá fyrir um hvort það er hægvaxandi eða illvígara. Læknir metur einnig batahorfur eftir stigi sjúkdómsins, þ.e. hvort hann er bundinn við kirtilinn, hefur vaxið út fyrir hann, í eitla eða til annarra líffæra.

Myndgreining, svo sem ómskoðun um endaþarm, sneiðmyndataka, segulómun og beinaskann, er eftir atvikum notuð til að kanna útbreiðslu sjúkdómsins. 

Um skimun fyrir blöðruhálskirtilskrabbameini

Ekki er, enn sem komið er, talið fýsilegt að skima fyrir blöðruhálskirtilskrabbameini með skipulegum hætti hjá öllum körlum á ákveðnu aldursbili eins og þegar skimað er fyrir leghálskrabbameini og brjóstakrabbameini hjá konum. Kemur þar aðallega tvennt til. Í fyrsta lagi greinist krabbamein í blöðruhálskirtli oftast hjá rosknum körlum og ekki er víst að greining við hópleit bæti líf þeirra. Í öðru lagi má gera ráð fyrir að í hópleit fyndust krabbamein sem hefðu ekki fundist ella og aldrei valdið einkennum og því engin þörf að bregðast við þeim. Þannig þyrftu margir að fara í meðferð að óþörfu, með tilheyrandi skerðingu á lífsgæðum.

Karlmenn sem eru með einkenni frá þvagvegum, eru með ættarsögu um sjúkdóminn eða komnir yfir fimmtugt og vilja fá upplýsingar um PSA-mælingu er ráðlagt að panta tíma hjá heimilislækni eða þvagfæraskurðlækni. Einnig er velkomið að hringja í starfsmenn Ráðgjafarþjónustunnar í síma 800 4040 kl. 13:00-15:00 virka daga. 

Hvað tekur við þegar maður greinist með krabbamein í blöðruhálskirtli?

Ákvarðanir um meðferð eru yfirleitt teknar sameiginlega af læknum og sjúklingi, oft í samráði við maka. Mjög mikilvægt er að vega og meta kosti og galla mismunandi meðferðarmöguleika, sömu úrræði henta ekki öllum. 

Meðferðarmöguleikar:

 • Virkt eftirlit. Sé sjúkdómurinn staðbundinn kemur til greina að fylgjast með viðkomandi og veita ekki meðferð nema sjúkdómurinn ágerist. Sú nálgun er kölluð virkt eftirlit. Regluleg þreifing kirtilsins, PSA-mæling og jafnvel sýnataka úr kirtlinum er notuð til þess að meta framgang sjúkdómsins.
 • Geislameðferð og skurðaðgerð. Til þess að lækna staðbundinn sjúkdóm kemur aðallega tvennt til greina: Geislameðferð eða brottnám kirtilsins með skurðaðgerð. Hefðbundið er að gefa ytri geislameðferð og fjarlægja kirtilinn í kviðsjáraðgerð með aðstoð aðgerðar- þjarka (róbóta). Stundum er beitt svokallaðri innri geislameðferð þar sem geislavirkum kornum er komið fyrir í kirtlinum. 

  Aukaverkanir. Báða meðferðirnar geta leitt til ristruflana og þvagleka. Það stafar af því að þvaglokan er rétt fyrir neðan blöðruhálskirtilinn og taugar og æðar sem fara niður til getnaðarlims liggja þétt við kirtilinn svo erfitt er að hlífa þeim við aðgerðina.    

 •  Andhormónameðferð. Ef sjúkdómurinn er þegar útbreiddur við greiningu eru horfur lakari en við staðbundinn sjúkdóm. Þrátt fyrir það má búast við góðri svörun með svokallaðri andhormónameðferð sem byggist á því að fjarlægja eða hindra virkni karlhormónsins (testósterón) á krabbameinsfrumurnar. Þessi meðferð getur haft í för með sér kyndeyfð og hugsanlega svitakóf en ekki verður nein breyting á útliti karlmanna eða rödd þrátt fyrir meðferðina.


Blöðruhálskirtilskrabbamein er algengasta krabbamein hjá körlum á Íslandi. Árlega greinast að meðaltali um 214 karlar.

Hvað er blöðruhálskirtilskrabbamein?

Undir venjulegum kringumstæðum er öllum frumuvexti í líkamanum nákvæmlega stýrt. Þegar frumur deyja eru þær endurnýjaðar á skipulegan hátt. Allir krabbameinssjúkdómar eiga það sameiginlegt að þetta skipulag riðlast í frumum einhvers staðar í líkamanum sem fara að fjölga sér stjórnlaust. Í blöðruhálskirtlinum eru nokkrar tegundir af frumum en krabbamein myndast langoftast í kirtilfrumum. Þessi óeðlilegi vöxtur frumnanna veldur breytingum á kirtlinum sem getur t.d. komið fram í áferð eða stærð hans. Blöðruhálskirtilskrabbamein getur vaxið hægt en stundum hratt. Oftast vex það hægt í upphafi og er einkenna- og óþægindalaust. Sumir karlar fá þó illvígara mein (high risk) sem er líklegra til að dreifa sér og valda vandræðum. Í þeim tilfellum þarf að meðhöndla krabbameinið til að reyna að fyrirbyggja að það dreifi sér út fyrir blöðruhálskirtilinn.

FRÆÐSLUMYNDBAND UM KRABBAMEIN Í BLÖÐRUHÁLSKIRTLI

Hverjir fá blöðruhálskirtilskrabbamein og hverjar eru lífshorfurnar?

Blöðruhálskirtilskrabbamein er algengasta krabbamein hjá körlum á Íslandi. Árlega greinast að meðaltali um 214 karlar. Einn af hverjum átta körlum á Íslandi fær blöðruhálskirtilskrabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. Í lok ársins 2016 voru 2251 karl á lífi með sjúkdóminn. Meðalaldur þeirra sem greinast er 70 ár en á hverju ári greinast þó að meðaltali 2-3 karlmenn undir fimmtugu með sjúkdóminn. Nú geta tæplega 90% þeirra sem greinast með sjúkdóminn vænst þess að lifa í fimm ár eða lengur en fyrir fimm áratugum var þetta hlutfall rúmlega 30%. Lífshorfur byggjast á því hvort sjúkdómurinn er bundinn við kirtilinn eða hvort hann hafi dreift sér til eitla eða beina. Eins getur gangur hans verið mjög misjafn eftir einstaklingum. Mestar líkur eru til þess að hægt sé að uppræta sjúkdóminn ef hann greinist á byrjunarstigi. Í flestum tilvikum er sjúkdómurinn þó hægfara og veldur jafnvel aldrei einkennum, einkum ef hann er staðbundinn hjá eldri einstaklingum.

Tölfræði um  blöðruhálskirtilskrabbamein.

Eftirfarandi þættir geta haft áhrif á líkurnar á að fá blöðruhálskirtilskrabbamein

 • Aldur – eftir fimmtugt aukast líkur karla á að fá blöðruhálskirtilkrabbamein og líkurnar aukast með hækkandi aldri. 
 • Fjölskyldusaga – ef faðir þinn eða bróðir hafa greinst með blöðruhálskirtilskrabbamein eru líkurnar á að þú greinist tvisvar og hálfu sinni meiri en hjá þeim sem ekki eiga ættingja með krabbameinið. Líkurnar aukast enn frekar ef ættingi þinn var yngri en 60 ára þegar hann greindist eða ef fleiri en einn náinn ættingi er með krabbameinið. 
 • Kynþáttur –  karlar af afrískum uppruna eru líklegri en aðrir karlar til að fá krabbameinið.  
 • Stökkbreyting í BRCA2 geni. Karlmenn sem fæðast með stökkbreytingu í BRCA2 geni hafa u.þ.b. fimmfalda áhættu á að greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli miðað við karla almennt. Þeir greinast yngri og sjúkdómurinn er alvarlegri og lengra genginn við greiningu. Hjá þeim hefur sjúkdómurinn líka hraðari framgang, einnig eftir að tekið hefur verið tillit til þess að hann er lengra genginn við greiningu. 

 • Lífsstíll – ekki er vitað hvernig á að koma í veg fyrir krabbamein í blöðruhálskirtli en heilsusamlegt mataræði og líferni getur haft verndandi áhrif.  

Hvaða einkenni geta bent til krabbameins í blöðruhálskirtli?

Helstu einkenni sem geta bent til krabbameins í blöðruhálskirtli:

Oft eru engin einkenni. Stækki meinið getur það þrýst á þvagrásina og valdið einu eða fleiri einkennum:

 • Þvagtregða, erfiðleikar að byrja þvaglát, kraftlítil þvagbuna, dropar í lok þvagbunu og/eða erfitt að tæma þvagblöðruna.
 • Tíð þvaglát, sérstaklega á nóttunni.
 • Blöðrubólga, verkur eða óþægindi við þvaglát. 
 • Blóð í þvagi eða sáðvökva. Góðkynja sjúkdómar í blöðruhálskirtli eru þó algengasta orsök þessara einkenna.

Einkenni sem ágerast hratt eða koma fram hjá körlum undir fimmtugu þarf alltaf að rannsaka. Hafi krabbameinið dreift sér til annarra líffæra getur það valdið eftirfarandi einkennum:

 • Beinverkir í mjöðmum, mjaðmagrind, hryggsúlu eða lærleggjum.
 • Þreyta.
 • Slappleiki.
 • Þyngdartap.

STÆKKUN Á BLÖÐRUHÁLSKIRTLI EÐA KRABBAMEIN Í BLÖÐRUHÁLSKIRTLI?

Nokkuð algengt er að frumurnar í kirtlinum stækki hjá eldri mönnum og getur það haft þær afleiðingar að kirtillinn þrengir að þvagrásinni með tilheyrandi einkennum. Þessi einkenni eru oft þau sömu og einkenni blöðruhálskirtilskrabbameins en góðkynja stækkun á blöðruhálskirtli er mun algengari sjúkdómur og tengist ekki krabbameini. Bólga í blöðruhálskirtli eða sýking getur einnig valdið svipuðum einkennum.

Orsakir blöðruhálskirtilskrabbameins

Í flestum tilvikum er ekki vitað hvað veldur sjúkdómnum en tíðnin eykst með hækkandi aldri. Karlhormónið testósterón virðist nauðsynlegt til að þetta krabbamein myndist og vaxi. 

Áhættuþættir:

 • Aldur. Að eldast er stærsti áhættuþáttur blöðruhálskirtilskrabbameins. Rannsóknir benda til þess að allt að 80% af öllum 80 ára og eldri séu með blöðruhálskirtilskrabbamein í einhverri mynd. Flest þessara krabbameina liggja í dvala og munu aldrei valda neinum skaða.
 • Fjölskyldusaga. Að eiga náinn ættingja (föður, bróður, son) sem greinst hefur með blöðruhálskirtilskrabbamein eykur áhættuna að greinast með krabbameinið og eykst áhættan eftir því sem fleiri nánir ættingjar hafa sjúkdóminn.
 • Kynþáttur. Blöðruhálskirtilskrabbamein er algengast hjá mönnum af afrískum uppruna og sjaldgæfast hjá körlum af asískum uppruna.
 • Stökkbreyting í BRCA2 geni. Karlmenn sem fæðast með stökkbreytingu í BRCA2 geni hafa u.þ.b. fimmfalda áhættu á að greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli miðað við karla almennt. Þeir greinast yngri og sjúkdómurinn er alvarlegri og lengra genginn við greiningu. Hjá þeim hefur sjúkdómurinn líka hraðari framgang, einnig eftir að tekið hefur verið tillit til þess að hann er lengra genginn við greiningu. 

Hvernig er Krabbamein í blöðruhálskirtli greint? 

PSA. Eftir aðstæðum mun læknirinn meta að höfðu samráði við einstaklinginn hvort ástæða sé til að athuga með blóðprufu hvort hækkun sé á PSA (prostate-specific antigen) sem er mótefnavaki sem blöðruhálskirtillinn gefur frá sér. PSA er mælanlegt í blóði allra karla. Margt getur haft áhrif á þennan mótefnavaka og ekki er mælt með að mæla PSA hjá einkennalausum körlum því þá eru líkur á að greina hægvaxandi æxli sem hefði aldrei valdið viðkomandi skaða og getur það leitt til þess að menn gangist undir meðferð sem getur haft alvarlegar aukaverkanir. Karlar með lágt PSA-gildi geta haft blöðruhálskirtilskrabbamein og PSA getur hækkað við aðra sjúkdóma eins og bólgur eða góðkynja stækkun á blöðruhálskirtli og við áreynslu.

Þreifing um endaþarm. Ef leitað er til læknis vegna áhyggja af blöðruhálskirtilskrabbameini mun hann að öllum líkindum þreifa blöðruhálskirtilinn um endaþarm. Læknirinn notar hanska og setur gel á fingurinn svo þreifingin valdi sem minnstum óþægindum. Með þreifingu má greina hnúta eða óregluleg svæði á kirtlinum og hvort hann sé óeðlilega stór. 

Vefjasýni. Ef skoðun eða PSA-próf bendir til sjúkdómsins mun læknirinn ráðleggja sýnatöku. Þá er fínnál stungið gegnum spöng (húðin milli endaþarms og eistna) og mörg lítil sýni tekin frá kirtlinum sem meinafræðingur skoðar undir smásjá og gefur æxlinu svokallað Gleason-skor sem er á bilinu 2 til 10. Lágt Gleason-skor þýðir að krabbameinsfrumurnar líkjast eðlilegum blöðruhálskirtilsfrumum og þá er æxlið ólíklegra til að dreifa sér til annarra líffæra. Hátt Gleason-skor þýðir að krabbameinsfrumurnar eru mjög ólíkar eðlilegum frumum og líklegri til að dreifa sér. Sýnataka er öruggasta leiðin til að greina krabbamein og spá fyrir um hvort það er hægvaxandi eða illvígara. Læknir metur einnig batahorfur eftir stigi sjúkdómsins, þ.e. hvort hann er bundinn við kirtilinn, hefur vaxið út fyrir hann, í eitla eða til annarra líffæra.

Myndgreining, svo sem ómskoðun um endaþarm, sneiðmyndataka, segulómun og beinaskann, er eftir atvikum notuð til að kanna útbreiðslu sjúkdómsins. 

Um skimun fyrir blöðruhálskirtilskrabbameini

Ekki er, enn sem komið er, talið fýsilegt að skima fyrir blöðruhálskirtilskrabbameini með skipulegum hætti hjá öllum körlum á ákveðnu aldursbili eins og þegar skimað er fyrir leghálskrabbameini og brjóstakrabbameini hjá konum. Kemur þar aðallega tvennt til. Í fyrsta lagi greinist krabbamein í blöðruhálskirtli oftast hjá rosknum körlum og ekki er víst að greining við hópleit bæti líf þeirra. Í öðru lagi má gera ráð fyrir að í hópleit fyndust krabbamein sem hefðu ekki fundist ella og aldrei valdið einkennum og því engin þörf að bregðast við þeim. Þannig þyrftu margir að fara í meðferð að óþörfu, með tilheyrandi skerðingu á lífsgæðum.

Karlmenn sem eru með einkenni frá þvagvegum, eru með ættarsögu um sjúkdóminn eða komnir yfir fimmtugt og vilja fá upplýsingar um PSA-mælingu er ráðlagt að panta tíma hjá heimilislækni eða þvagfæraskurðlækni. Einnig er velkomið að hringja í starfsmenn Ráðgjafarþjónustunnar í síma 800 4040 kl. 13:00-15:00 virka daga. 

Hvað tekur við þegar maður greinist með krabbamein í blöðruhálskirtli?

Ákvarðanir um meðferð eru yfirleitt teknar sameiginlega af læknum og sjúklingi, oft í samráði við maka. Mjög mikilvægt er að vega og meta kosti og galla mismunandi meðferðarmöguleika, sömu úrræði henta ekki öllum. 

Meðferðarmöguleikar:

 • Virkt eftirlit. Sé sjúkdómurinn staðbundinn kemur til greina að fylgjast með viðkomandi og veita ekki meðferð nema sjúkdómurinn ágerist. Sú nálgun er kölluð virkt eftirlit. Regluleg þreifing kirtilsins, PSA-mæling og jafnvel sýnataka úr kirtlinum er notuð til þess að meta framgang sjúkdómsins.
 • Geislameðferð og skurðaðgerð. Til þess að lækna staðbundinn sjúkdóm kemur aðallega tvennt til greina: Geislameðferð eða brottnám kirtilsins með skurðaðgerð. Hefðbundið er að gefa ytri geislameðferð og fjarlægja kirtilinn í kviðsjáraðgerð með aðstoð aðgerðar- þjarka (róbóta). Stundum er beitt svokallaðri innri geislameðferð þar sem geislavirkum kornum er komið fyrir í kirtlinum. 

  Aukaverkanir. Báða meðferðirnar geta leitt til ristruflana og þvagleka. Það stafar af því að þvaglokan er rétt fyrir neðan blöðruhálskirtilinn og taugar og æðar sem fara niður til getnaðarlims liggja þétt við kirtilinn svo erfitt er að hlífa þeim við aðgerðina.    

 •  Andhormónameðferð. Ef sjúkdómurinn er þegar útbreiddur við greiningu eru horfur lakari en við staðbundinn sjúkdóm. Þrátt fyrir það má búast við góðri svörun með svokallaðri andhormónameðferð sem byggist á því að fjarlægja eða hindra virkni karlhormónsins (testósterón) á krabbameinsfrumurnar. Þessi meðferð getur haft í för með sér kyndeyfð og hugsanlega svitakóf en ekki verður nein breyting á útliti karlmanna eða rödd þrátt fyrir meðferðina.