Vill þitt fyrirtæki taka þátt í Mottumars?

Ekkert nema ímyndunaraflið getur takmarkað það sem fyrirtæki geta gert til að taka þátt í Mottumars og lagt Krabbameinsfélaginu lið í baráttunni  gegn krabbameinum hjá karlmönnum.

Við fögnum öllum stuðningi við málstaðinn og óskum eftir að fyrirtæki láti okkur vita með tölvupósti á mottumars@krabb.is til þess að við getum skráð framlag þeirra. Þau fyrirtæki sem vilja merkja vörur sínar með Mottumars lógóinu geta gert einfaldan samning um notkun vörumerkisins með því að hafa samband við fjáröflunar- og markaðsdeild á sama netfangi.

Í Mottumars geta fyrirtæki verið með í að veita viðskiptavinum sínum upplifun eða veitt þeim tækifæri til að styðja við Mottumars með kaup á vörum sem fyrirtækið selur með því að láta ákveðna upphæð af hverri seldir vöru til Mottumars átaksins. 

Söfnunarfé er meðal annars varið til rannsókna á krabbameinum, endurgjaldslausri þjónustu, stuðningi og ráðgjöf hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga og félagsráðgjafa við þá sem greinast með krabbamein og fjölskyldur þeirra, fræðslu og forvarnir, til dæmis á karlaklefinn.is og á krabb.is auk fyrirlestra og námskeiða. Einnig má nefna hagsmunagæslu fyrir sjúklinga og aðstandendur, afnot af íbúðum fyrir fólk utan af landi á meðan á rannsóknum eða meðferð stendur, rekstur stuðningsnets og stuðningshópa svo og rekstur þjónustuskrifstofa á 8 stöðum um landið.  

Samkvæmt könnun sem MASKÍNA gerði fyrir Krabbameinsfélagið í apríl 2021 eru 80% þeirra sem svöruðu líklegri til að kaupa vöru þar sem hluti af söluandvirðinu rennur til Krabbameinsfélagsins ef um er að ræða val á milli tveggja sambærilegra vara á sambærilegu verði.

Mottumars er kjörið tækifæri fyrir fyrirtæki í landinu til að fá jákvæða athygli og láta gott af sér leiða. Í Mottumars og á Mottudeginum sjálfum sem verður haldin föstudaginn 11. mars í ár eru möguleikarnir á viðburðum óendanlegir. Hér eru nokkrar hugmyndir:

Kaupa Mottumars-sokka fyrir starfsfólkið

Hægt er að panta sokkana í vefverslun eða senda tölvupóst á mottumars@krabb.is og fá sendan reikning.

Selja valdar vörur eða þjónustu

Fyrirtæki geta valið að selja ákveðna vöru/r eða þjónustu og gefið hluta af veltu eða ágóða til Mottumars átaksins. Þetta geta verið vörur eða þjónusta sem eru þegar til staðar eða  nýjung. Mörg fyrirtæki gera samstarfssamninga við Krabbameinsfélagið í Mottumars á hverju ári. Sem dæmi um fyrirtæki sem starfa með félaginu eru Heimilistæki, Camelbak, Bláa lónið, Klaki o.fl.  

Gefið hluta af veltu dagsins til átaksins

Fyrirtæki geta valið að gefa hluta af veltu Mottudagsins (föstudaginn 11. mars) eða mars mánaðar til átaksins.

Keypt vörur í netverslun Krabbameinsfélagsins

Fyrirtæki geta styrkt með því að kaupa vörur tengdar Mottumars í vefverslun Krabbameinsfélagsins fyrir starfsfólkið.

Gefið fasta upphæð fyrir hverja afgreiðslu eða ferð

Fyrirtækið gæti gefið fasta upphæð fyrir hverja færslu, afgreiðslu eða hverja ferð.

Mottuboð eða viðburður

Fyrirtæki geta skipulagt Mottuboð eða viðburð til styrktar Mottumars. Sem dæmi má nefna; tónleika eða íþróttatíma. Einnig hafa fyrirtæki boðið afslætti og styrk til Mottumars þegar verslað er á sama tíma. Starfsmannafélög geta einnig lagt sitt af mörkum með því að halda t.d. basar eða kaffiboð.

Veitingastaðir og kaffihús

Veitingastaðir og kaffihús geta einnig haldið Mottudaginn hátíðlegan með því að láta hluta af veltu renna til átaksins.

Stakt framlag

Fyrirtæki geta styrkt með stöku framlagi. Allar nánari upplýsingar er að finna hér.  

Með hvaða hætti hafa fyrirtæki styrkt í gegnum árin?

Upptalningin hér að ofan er bara hluti af því sem fyrirtæki og fleiri hafa gert til að styðja við Mottumars síðustu ár.

  • Bláa lónið selur sturtugel og styrkir um 1000 kr af hverri vöru.
  • Vaxa styrkir um 60 krónur af hverju merktu salatboxi.
  • Habitat-Tekk lét 1000 kr renna til átaksins af hverri seldri mottu í mars. 
  • Heimilistæki styrki félagið um 1.000 kr. af hverju seldu hárklippum eða skeggsnyrtum
  • Húsgagnahöllin lét 5% af allri mottusölu í marsmánuði renna til átaksins
  • Kynnisferðir merktu rútur með mottumarsskeggi og styrkti átakið með 600.000 kr.
  • Olís styrkti átakið um 5 kr. af hverjum lítra í lykilvikku viðskiptavina ÓB/Olís í mars
  • Papco styrkti átakið um 30 kr. af hverri sölu á merktri klósettrúllupakka með mottumarslógóinu
  • Penninn seldi mottumarspenna í mars og rann 480 kr. af hverjum seldum penna til átakins
  • Toyota seldi mottur í bíla í marsmánuði og styrkti átakið um 100.000 kr.
  • Fyrirtæki Vikingr sem framleiðir skeggolíur og smyrsl létu 100 kr. renna af hverrri seldri vöru til átaksins
  • Norðanfiskur styrkti átakið um 8% af söluverði tilboðsvara í matvöruverslunum
  • Hár og smink létu 15% renna til átaksins af hverri seldri vöru í Morphosis sport herralínunni
  • Að auki hafa mörg fyrirtæki styrkt átakið í formi vinninga