Mottudagurinn

Mottudagurinn nálgast eins og óð fluga – gerum okkur glaðan dag föstudaginn 31. mars

Sjálfur Mottudagurinn er föstudaginn 31. mars 2023. Við hvetjum alla til að taka þátt, gera sér glaðan dag og vekja athygli á baráttunni gegn krabbameinum í körlum.

Takið myndir og deilið með myllumerkinu #mottumars og sendið okkur á netfangið mottumars@krabb.is.

Kynningarefni-a-Mottumars

Stemming á Mottudaginn
- kjörið að prenta út og hengja upp

  • Plaköt af keppendum Frestunarsamkeppni Íslands og ýmislegt fræðsluefni (á nokkrum tungumálum) finnið þið hér.

Hvetjum vini, vandamenn og samstarfsfélaga að taka þátt í átakinu og ekki væri verra ef starfsmenn vinnustaða tækju sig saman og efndu til skemmtilegra leikja í tengslum við daginn! 

Málþing á Mottudaginn: „Ekki humma fram af þér heilsuna”.

Málþingið fer fram í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8 á sjálfan Mottudaginn, föstudaginn 31. mars. Húsið opnar kl. 08:00 og verður boðið upp á léttan morgunverð áður en formleg dagskrá hefst. Starfsfólk Krabbameinsfélagsins flytur erindi á málþinginu, auk þess sem fram koma áhrifamiklar reynslusögur bæði krabbameinsgreindra og aðstandenda.

Dagskrá:

  • 8:00 - 8:30: Léttur morgunverður
  • 8:30 – 8:40: Setning – Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins
  • 8:40 – 9:00: Niðurstöður könnunar Áttavitans – Sigríður Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs Krabbameinsfélagsins
  • 9:00 – 9:15: Hann beið of lengi – Sigrún Jóhannesdóttir segir sögu Jóns Sigurðssonar, fyrrverandi ráðherra, sem greindist með langt gengið krabbamein í blöðruhálskirtli árið 2016
  • 9:15 – 9:30: „Sem betur fer hummaði ég þetta ekki af mér“ – saga Róberts Jóhannssonar, sem greindist með krabbamein í ristli eftir að hafa fundið fyrir einkennum og leitað til læknis
  • 9:30 – 9:45: Ástæður þess að karlmenn humma fram af sér heilsuna – Þorri Snæbjörnsson, sálfræðingur og teymisstjóri hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins
  • 9:45 – 10:00: Samtal og lok örþings