Mottumars 2022

Hefur þú eða einhver sem þú þekkir greinst með krabbamein?

Þú getur leitað til Krabbameinsfélagsins

Hjá Krabbameinsfélaginu er upplýsinga- og stuðningsþjónusta fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Í þjónustunni starfa hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafi, kynfræðingur og sálfræðingur. Einn ráðgjafinn er pólskumælandi. Boðið er upp á viðtöl, ýmist á staðnum, í síma eða með fjarfundabúnaði.

Markmið þjónustunnar er að aðstoða fólk við að ná jafnvægi við breyttar aðstæður í lífinu. Boðið er upp á margvíslega fræðslu, ráðgjöf, stuðning og upplýsingar fyrir einstaklinga og hópa.

ÞJÓNUSTAN ER FÓLKI AÐ KOSTNAÐARLAUSU

Ráðgjafarþjónustan er á fyrstu hæð í húsi Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, 105 Reykjavík. Í heimilislegu húsnæðinu er velkomið að setjast niður, fá sér hressingu og eiga stund með öðrum með svipaða reynslu að baki.

LÍKA ÚTI Á LANDI

Til að mæta þörfum fólks sem býr utan höfuðborgarsvæðis er boðið upp á viðtöl á Akureyri, á Austfjörðum, á Selfossi og í Reykjanesbæ.

Þjónustan er í boði fyrir fólk hvaðanæva af landinu og jafnvel utan landsteina – fjarlægð er engin hindrun.

Opið er alla virka daga frá kl. 09:00-16:00.

Hafið samband í síma 800 4040 eða sendið tölvupóst á netfangið radgjof@krabb.is.

Nánari upplýsingar

Þekkir þú einhvern krabbamein?

Verum-til-stadar_1646065581519

Viltu vera til staðar en ert ekki viss um hvað þú getir gert ? 

Verum til staðar þegar vinur eða ættingi greinist með krabbamein

Þegar vinur eða ættingi greinist með krabbamein vitum við stundum ekki alveg hvað við getum gert til að hjálpa, þó að okkur langi til þess.

Það er hægt að leggja lið á ýmsa vegu. Hafðu frumkvæðið, því mörgum þykir erfitt að biðja um aðstoð. Þú getur spurt hvað henti vel eða komið með beinar uppástungur.                                                   Ef aðstoð er afþökkuð er gott að láta vita að boðið standi samt áfram.

Það sem gæti komið sér vel:


Aðstoð tengd heimilisstörfum, verslunarferðum, garðvinnu, gæludýrum, bílum o.fl.

  • Matseld, - að þú komir með mat og jafnvel þannig að hægt sé að eiga í frysti.
  • Akstur og/eða fylgd í læknaviðtöl, meðferðir og þess háttar.
  • Aðstoð með börn, t.d. rólóferðir, skutl og sækingar, boðið í heimsókn.
  • Að þú sért til staðar fyrir spjall og hlustun. Nærvera, símtöl, tölvupóstar.
  • Að þú stingir upp á og bjóðir til einhvers sem gæti orðið til upplyftingar, t.d. tónleikar, gönguferðir, spil, ökuferðir.

Þó að meðferð sér lokið getur af ýmsum ástæðum verið þörf fyrir aðstoð mun lengur

Verum áfram til staðar