Mottumars 2018

Prjónar Mottumarspeysu fyrir uppboð

Pétur er söngvari, búsettur í Hollandi þar sem hann stundaði nám frá árinu 2009 en starfar nú sem söngvari og tónlistarmaður og syngur með sönghópnum Olgu (Olga Vocal Ensemble).

Það var fyrir tæpum áratug þegar Pétur var að vinna á Hótel Flatey að hann heillaðist af því að sjá konurnar sem hann vann með prjóna. 

„Ég tók þá ákvörðun að mig langaði að taka upp prjónana aftur eftir að hafa lært grunnatriðin í grunnskóla. Ég fékk mikla hjálp frá prjónasnillingunum til að byrja með. En nú er ég kominn á það stig að ég þarf ekki á svo mikilli hjálp að halda,” segir Pétur.

Þar sem því getur fylgt stress að vera tónlistarmaður þá finnst Pétri gott að geta gripið í prjónana; „Enda einstaklega róandi og nokkurs konar hugleiðsla sem fylgir því. Nú orðið líður ekki sá dagur án þess að ég prjóni. Það má eiginlega segja að ég sé kominn með prjónabakteríuna sem er líklega með jákvæðari bakteríum sem hægt er að fá.“

Pétur hefur prjónað 12 peysur sem sjá má á Instagram síðu hans, @peturknits. Hann hefur prjónað á nánast alla í stórfjölskyldunni og segist vona að Mottumarspeysan heppnist vel; „Ég er alla vega að leggja mikla ást og umhyggju í hana.“

Uppboðið á Mottumarspeysunni verður nánar auglýst síðar.


Pétur Oddbergur Heimisson var í klippingu þegar hann fékk þá hugmynd að prjóna peysu með Mottumars mynstri og bjóða hana upp til styrktar Krabbameinsfélaginu. 

Pétur er söngvari, búsettur í Hollandi þar sem hann stundaði nám frá árinu 2009 en starfar nú sem söngvari og tónlistarmaður og syngur með sönghópnum Olgu (Olga Vocal Ensemble).

Það var fyrir tæpum áratug þegar Pétur var að vinna á Hótel Flatey að hann heillaðist af því að sjá konurnar sem hann vann með prjóna. 

„Ég tók þá ákvörðun að mig langaði að taka upp prjónana aftur eftir að hafa lært grunnatriðin í grunnskóla. Ég fékk mikla hjálp frá prjónasnillingunum til að byrja með. En nú er ég kominn á það stig að ég þarf ekki á svo mikilli hjálp að halda,” segir Pétur.

Þar sem því getur fylgt stress að vera tónlistarmaður þá finnst Pétri gott að geta gripið í prjónana; „Enda einstaklega róandi og nokkurs konar hugleiðsla sem fylgir því. Nú orðið líður ekki sá dagur án þess að ég prjóni. Það má eiginlega segja að ég sé kominn með prjónabakteríuna sem er líklega með jákvæðari bakteríum sem hægt er að fá.“

Pétur hefur prjónað 12 peysur sem sjá má á Instagram síðu hans, @peturknits. Hann hefur prjónað á nánast alla í stórfjölskyldunni og segist vona að Mottumarspeysan heppnist vel; „Ég er alla vega að leggja mikla ást og umhyggju í hana.“

Uppboðið á Mottumarspeysunni verður nánar auglýst síðar.