Mottumars 2018

Mikilvægar upplýsingar nú tiltækar fyrir sjúklinga með krabbamein í blöðruhálskirtli

Hjá Krabbameinsfélaginu hófst skráning forspárþátta og meðferðar sjúklinga með krabbamein í blöðruhálskirtli fyrir tuttugu árum og var þar um að ræða samvinnuverkefni Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands og þvagfæraskurðlækna.

Áður en skráningin hófst voru hvorki til aðgengilegar lýðgrundaðar upplýsingar um stig sjúkdómsins hjá íslenskum körlum né um það hvaða meðferð var valin. Nú er verið að leggja lokahönd á framsetningu gagnvirkra upplýsinga sem munu nýtast bæði þeim sem greinast með sjúkdóminn og læknum þeirra. Þar verður hægt að sjá hlutfallslega dreifingu á alvarleika sjúkdóms við greiningu og skoða meðferð eftir aldri og alvarleika sjúkdóms.

Þessi skráning er hluti af gæðaskráningu krabbameina sem verið er að taka upp í auknum mæli á Íslandi og er það til samræmis við það sem er að gerast í nágrannalöndunum. Gæðaskráning gerir mögulegt að sjá hvernig við komum út með tilliti til alvarleika sjúkdóms við greiningu, meðferðar og margvíslegra þátta sem lúta að gæðum greiningar og meðferðar. Þannig getum við vitað hvar við stöndum í samanburði við nágrannalöndin og hvar við þurfum að bæta okkur. Þessi skráning er því mikið hagsmunamál fyrir alla sem greinast með krabbamein. Áhugi íslenskra lækna er mikill á að koma skráningunni á laggirnar og er verið að vinna að því á Landspítalanum í góðri samvinnu við Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands.

Hér má sjá gögn sem Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands hefur safnað í samstarfi við þvagfæraskurðlækna. Gröfin þrjú sýna hvernig dreifing milli hópa breytist milli ára.Með því að velja (haka við) aldurshóp og alvarleika sjúkdóms má sjá hvaða meðferð karlar sem falla undir þau skilyrði hafa fengið undanfarin ár (gagnvirkt).

 

Alvarleiki sjúkdóms

 1. Lág áhætta: T1-2, Gleason stig 6 eða undir og PSA < 10 µg/L
 2. Miðlungs áhætta: T1-2, Gleason stig 7 og/eða 10 ≤ PSA < 20 µg/L

  1. Staðbundinn, há áhætta: T1-2, Gleason stig 8-10 og/eða 20 ≤ PSA < 50 µg/L
  2. Staðbundinn, ágengur: T3 og PSA < 50 µg/L

 3. Svæðisbundin meinvörp: T4 og/eða N1 og/eða 50 ≤ PSA < 100 µg/L og M0 eða Mx
 4. Fjarmeinvörp: M1 og eða PSA≥100 µg/LT

Æxlisútbreiðsla á æxlisstað

 • T1: æxlisvöxtur í blöðruhálskirtli, án greinanlegra æxlishnúta
 • T2: æxlivöxtur greindur í blöðruhálskirtli sem fyrirferð, en ekki er greinanlegur æxlisvöxtur út fyrir blöðruhálskirtil
 • T3: æxlisvöxtur í blöðruhálskirtli sem vaxinn er útfyrir hýði kirtilsins
 • T4: æxlisvöxtur í blöðruhálskirtli sem vaxinn er útfyrir hýði kirtilsins og inn í nærliggjandi líffæri svo sem þvagblöðru, endaþarm eða önur nærlæg líffæri
N

Meinvörp í eitlum

 • N0: eitlar án æxlisvaxtar
 • N1: eitlar með æxlismeinvörpum
M

Fjarmeinvörp

 • M0: ekki greinanleg fjarmeinvörp
 • M1: meinvörp til staðar í líffærum fjarri blöðruhálskirtli
PSA Mótefnavaki (prostate specific antigen) sem blöðruhálskirtill gefur frá sér.

Gleason

Þroskunargráða æxlis. Hátt stig gefur til kynna að  krabbameinsfrumurnar eru mjög ólíkar eðlilegum frumum og líklegri til að dreifa sér.

Meðferð

Virkt eftirlit: Reglubundið eftirlit með PSA gildum og þreifingu um endaþarm. Í sumum tilfellum eru sýnatökur frá blöðruhálskirtli endurteknar reglulega og/eða gerð segulómskoðun af kirtlinum. Læknandi meðferð frestað á meðan sjúkdómurinn helst stöðugur

Vöktuð bið: Meðferð frestað, læknandi meðferð ekki fyrirhuguð

Brottnám: Skurðaðgerð þar sem kirtillinn er fjarlægður í kviðsjáraðgerð með aðgerðarþjarka

Geislameðferð: Ytri geislameðferð gefin eða innri þar sem geislavirkum kornum er komið fyrir í kirtlinum

Hormónahvarfsmeðferð: Meðferð sem minnkar framleiðslu líkamans á testósteróni og/eða minnkar virkni hormónsins á krabbameinsfrumurnar

 


Forspárþættir gegna mikilvægu hlutverki þegar meðferð sjúklinga með blöðruhálskirtilskrabbamein er ákveðin og horfur þeirra eru metnar.

Hjá Krabbameinsfélaginu hófst skráning forspárþátta og meðferðar sjúklinga með krabbamein í blöðruhálskirtli fyrir tuttugu árum og var þar um að ræða samvinnuverkefni Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands og þvagfæraskurðlækna.

Áður en skráningin hófst voru hvorki til aðgengilegar lýðgrundaðar upplýsingar um stig sjúkdómsins hjá íslenskum körlum né um það hvaða meðferð var valin. Nú er verið að leggja lokahönd á framsetningu gagnvirkra upplýsinga sem munu nýtast bæði þeim sem greinast með sjúkdóminn og læknum þeirra. Þar verður hægt að sjá hlutfallslega dreifingu á alvarleika sjúkdóms við greiningu og skoða meðferð eftir aldri og alvarleika sjúkdóms.

Þessi skráning er hluti af gæðaskráningu krabbameina sem verið er að taka upp í auknum mæli á Íslandi og er það til samræmis við það sem er að gerast í nágrannalöndunum. Gæðaskráning gerir mögulegt að sjá hvernig við komum út með tilliti til alvarleika sjúkdóms við greiningu, meðferðar og margvíslegra þátta sem lúta að gæðum greiningar og meðferðar. Þannig getum við vitað hvar við stöndum í samanburði við nágrannalöndin og hvar við þurfum að bæta okkur. Þessi skráning er því mikið hagsmunamál fyrir alla sem greinast með krabbamein. Áhugi íslenskra lækna er mikill á að koma skráningunni á laggirnar og er verið að vinna að því á Landspítalanum í góðri samvinnu við Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands.

Hér má sjá gögn sem Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands hefur safnað í samstarfi við þvagfæraskurðlækna. Gröfin þrjú sýna hvernig dreifing milli hópa breytist milli ára.Með því að velja (haka við) aldurshóp og alvarleika sjúkdóms má sjá hvaða meðferð karlar sem falla undir þau skilyrði hafa fengið undanfarin ár (gagnvirkt).

 

Alvarleiki sjúkdóms

 1. Lág áhætta: T1-2, Gleason stig 6 eða undir og PSA < 10 µg/L
 2. Miðlungs áhætta: T1-2, Gleason stig 7 og/eða 10 ≤ PSA < 20 µg/L

  1. Staðbundinn, há áhætta: T1-2, Gleason stig 8-10 og/eða 20 ≤ PSA < 50 µg/L
  2. Staðbundinn, ágengur: T3 og PSA < 50 µg/L

 3. Svæðisbundin meinvörp: T4 og/eða N1 og/eða 50 ≤ PSA < 100 µg/L og M0 eða Mx
 4. Fjarmeinvörp: M1 og eða PSA≥100 µg/LT

Æxlisútbreiðsla á æxlisstað

 • T1: æxlisvöxtur í blöðruhálskirtli, án greinanlegra æxlishnúta
 • T2: æxlivöxtur greindur í blöðruhálskirtli sem fyrirferð, en ekki er greinanlegur æxlisvöxtur út fyrir blöðruhálskirtil
 • T3: æxlisvöxtur í blöðruhálskirtli sem vaxinn er útfyrir hýði kirtilsins
 • T4: æxlisvöxtur í blöðruhálskirtli sem vaxinn er útfyrir hýði kirtilsins og inn í nærliggjandi líffæri svo sem þvagblöðru, endaþarm eða önur nærlæg líffæri
N

Meinvörp í eitlum

 • N0: eitlar án æxlisvaxtar
 • N1: eitlar með æxlismeinvörpum
M

Fjarmeinvörp

 • M0: ekki greinanleg fjarmeinvörp
 • M1: meinvörp til staðar í líffærum fjarri blöðruhálskirtli
PSA Mótefnavaki (prostate specific antigen) sem blöðruhálskirtill gefur frá sér.

Gleason

Þroskunargráða æxlis. Hátt stig gefur til kynna að  krabbameinsfrumurnar eru mjög ólíkar eðlilegum frumum og líklegri til að dreifa sér.

Meðferð

Virkt eftirlit: Reglubundið eftirlit með PSA gildum og þreifingu um endaþarm. Í sumum tilfellum eru sýnatökur frá blöðruhálskirtli endurteknar reglulega og/eða gerð segulómskoðun af kirtlinum. Læknandi meðferð frestað á meðan sjúkdómurinn helst stöðugur

Vöktuð bið: Meðferð frestað, læknandi meðferð ekki fyrirhuguð

Brottnám: Skurðaðgerð þar sem kirtillinn er fjarlægður í kviðsjáraðgerð með aðgerðarþjarka

Geislameðferð: Ytri geislameðferð gefin eða innri þar sem geislavirkum kornum er komið fyrir í kirtlinum

Hormónahvarfsmeðferð: Meðferð sem minnkar framleiðslu líkamans á testósteróni og/eða minnkar virkni hormónsins á krabbameinsfrumurnar