Bregðumst við einkennum
Ráðin eiga auðvitað við fyrir bæði kynin og jafnt unga sem aldna. Við hvetjum þig til að prenta þau út og hengja upp á vegg til að minna þig á og halda þér við efnið alla daga.
Mottumarstextinn 2020 - Heilsuráð sem bæta heilsu og minnka líkur á krabbameinum. Byggja á vísindalegum grunni.
Textinn:
Einn tveir einn tveir þrír
Klappa saman höndunum
Sofa vel
Svefn getur haft mikil áhrif á líkamlega og andlega heilsu okkar og þar með lífsgæði. Mikilvægt er að halda rútínu til að stuðla að bættum svefni. Reynum því að fara í rúmið og vakna á svipuðum tíma á hverjum degi. Fyrir flesta fullorðna dugir að sofa í 7-8 tíma á sólahring. Ef það tekur langan tíma að sofna er hægt að lesa eða hlusta á róandi tónlist. Einnig er mikilvægt að forðast neyslu á drykkjum sem innihalda koffín seinnihluta dags og slökkva á snjallsímanum eða tölvunni síðasta klukkutímann fyrir svefn þar sem bláa ljósið sem frá þeim kemur truflar framleiðslu líkamans á melatóníni (svefnhormóni).
Nánari upplýsingar:
- Góður svefn - Karlaklefinn
- Viltu bæta svefninn? - Heilsuvera
Borða rétt
Til að minnka líkur á krabbameinum er ráðlagt að borða mikið af heilkornavörum, grænmeti, ávöxtum og baunum. Einnig er ráðlagt að takmarka neyslu á rauðu kjöti (eða sleppa) og forðast unnar kjötvörur og sykraðar vörur eins og gosdrykki (eða sleppa). Ekki er ráðlagt að nota fæðubótarefni sem forvörn gegn krabbameinum.
Embætti landlæknis gefur út ráðleggingar um mataræði og eru þær í samræmi við ráðleggingar sem alþjóðlegar stofnanir á sviði krabbameinsrannsókna gefa.
Nánari upplýsingar:
- Ráðleggingar um mataræði - Embætti landlæknis
- Mataræði - Krabbameinfélagið
- Eat wholegrains, vegetables, fruit & beans - World Cancer Research Fund
- Limit sugar sweetened drinks – World Cancer Research Fund
- Limit red and processed meat – World Cancer Research Fund
- Do not use supplements for cancer prevention – World Cancer Research Fund
- Diet and cancer - European Code against Cancer
Drekka vatn
Vatn er besti drykkurinn til að svala þorsta. Sýrustig vatns er líka best fyrir tennurnar. Ósykraðir drykkir eins og te og kaffi eru líka góður kostur.
Best er að stilla neyslu á ávaxtasafa í hóf og takmarka neyslu á sykruðum drykkjum eins og gosdrykkjum og orkudrykkjum.
Nánari upplýsingar:
- Limit sugar sweetened drinks – World Cancer Research Fund
- Þitt er valið - Embætti landlæknis
Dansa
Regluleg hreyfing á hvaða formi sem er hjálpar til við að draga úr líkum á krabbameinum. Þannig minnkar hreyfing líkur á krabbameini í brjóstum, ristli og endaþarmi og legbol. Einnig eru vísbendingar um að regluleg miðlungserfið hreyfing minnki líkur á krabbameini í blöðruhálskirtli.
Hreyfing hefur jákvæð áhrif á hormónajafnvægi líkamans, minnkar bólgumyndun og hraðar ferð fæðunnar í gegnum meltingarveginn. Þar sem hreyfing er einnig mikilvægur þáttur í þyngdarstjórnun þá getur hreyfing haft verndandi áhrif gegn krabbameinum sem tengjast hárri líkamsþyngd.
Embætti landlæknis ráðleggur að fullorðnir hreyfi sig að lágmarki 30 mínútur á dag (þarf ekki að vera samfelldur tími) og börn hreyfi sig í klukkutíma á dag.
Höfum líka í huga að reyna að takmarka kyrrsetu eins mikið og hægt er yfir daginn, til dæmis með því að standa upp reglulega í vinnunni, nota virkan ferðamáta til og frá vinnu og leggja bílnum langt frá áfangastað.
Nánari upplýsingar:
- Physical activity - World Cancer Research Fund
- Body fatness & weight gain - World Cancer Research Fund
- Ráðleggingar um hreyfingu - Embætti landlæknis
Fá sér göngutúr
Regluleg hreyfing á hvaða formi sem er hjálpar til við að draga úr líkum á krabbameinum. Þannig minnkar hreyfing líkur á krabbameini í brjóstum, ristli og endaþarmi og legbol. Einnig eru vísbendingar um að regluleg miðlungserfið hreyfing minnki líkur á krabbameini í blöðruhálskirtli.
Hreyfing hefur jákvæð áhrif á hormónajafnvægi líkamans, minnkar bólgumyndun og hraðar ferð fæðunnar í gegnum meltingarveginn. Þar sem hreyfing er einnig mikilvægur þáttur í þyngdarstjórnun þá getur hreyfing haft verndandi áhrif gegn krabbameinum sem tengjast hárri líkamsþyngd.
Embætti landlæknis ráðleggur að fullorðnir hreyfi sig að lágmarki 30 mínútur á dag (þarf ekki að vera samfelldur tími) og börn hreyfi sig í klukkutíma á dag.
Höfum líka í huga að reyna að takmarka kyrrsetu eins mikið og hægt er yfir daginn, til dæmis með því að standa upp reglulega í vinnunni, nota virkan ferðamáta til og frá vinnu og leggja bílnum langt frá áfangastað.
Nánari upplýsingar:
- Physical activity - World Cancer Research Fund
- Body fatness & weight gain - World Cancer Research Fund
- Ráðleggingar um hreyfingu - Embætti landlæknis
Taka skriðsund
Regluleg hreyfing á hvaða formi sem er hjálpar til við að draga úr líkum á krabbameinum. Þannig minnkar hreyfing líkur á krabbameini í brjóstum, ristli og endaþarmi og legbol. Einnig eru vísbendingar um að regluleg miðlungserfið hreyfing minnki líkur á krabbameini í blöðruhálskirtli.
Hreyfing hefur jákvæð áhrif á hormónajafnvægi líkamans, minnkar bólgumyndun og hraðar ferð fæðunnar í gegnum meltingarveginn. Þar sem hreyfing er einnig mikilvægur þáttur í þyngdarstjórnun þá getur hreyfing haft verndandi áhrif gegn krabbameinum sem tengjast hárri líkamsþyngd.
Embætti landlæknis ráðleggur að fullorðnir hreyfi sig að lágmarki 30 mínútur á dag (þarf ekki að vera samfelldur tími) og börn hreyfi sig í klukkutíma á dag.
Höfum líka í huga að reyna að takmarka kyrrsetu eins mikið og hægt er yfir daginn, til dæmis með því að standa upp reglulega í vinnunni, nota virkan ferðamáta til og frá vinnu og leggja bílnum langt frá áfangastað.
Nánari upplýsingar:
- Physical activity - World Cancer Research Fund
- Body fatness & weight gain - World Cancer Research Fund
- Ráðleggingar um hreyfingu - Embætti landlæknis
Skella sér á skíði
Regluleg hreyfing á hvaða formi sem er hjálpar til við að draga úr líkum á krabbameinum. Þannig minnkar hreyfing líkur á krabbameini í brjóstum, ristli og endaþarmi og legbol. Einnig eru vísbendingar um að regluleg miðlungserfið hreyfing minnki líkur á krabbameini í blöðruhálskirtli.
Hreyfing hefur jákvæð áhrif á hormónajafnvægi líkamans, minnkar bólgumyndun og hraðar ferð fæðunnar í gegnum meltingarveginn. Þar sem hreyfing er einnig mikilvægur þáttur í þyngdarstjórnun þá getur hreyfing haft verndandi áhrif gegn krabbameinum sem tengjast hárri líkamsþyngd.
Embætti landlæknis ráðleggur að fullorðnir hreyfi sig að lágmarki 30 mínútur á dag (þarf ekki að vera samfelldur tími) og börn hreyfi sig í klukkutíma á dag.
Höfum líka í huga að reyna að takmarka kyrrsetu eins mikið og hægt er yfir daginn, til dæmis með því að standa upp reglulega í vinnunni, nota virkan ferðamáta til og frá vinnu og leggja bílnum langt frá áfangastað.
Nánari upplýsingar:
- Physical activity - World Cancer Research Fund
- Body fatness & weight gain - World Cancer Research Fund
- Ráðleggingar um hreyfingu - Embætti landlæknis
Rækta vöðvana
Regluleg hreyfing á hvaða formi sem er hjálpar til við að draga úr líkum á krabbameinum. Þannig minnkar hreyfing líkur á krabbameini í brjóstum, ristli og endaþarmi og legbol. Einnig eru vísbendingar um að regluleg miðlungserfið hreyfing minnki líkur á krabbameini í blöðruhálskirtli.
Hreyfing hefur jákvæð áhrif á hormónajafnvægi líkamans, minnkar bólgumyndun og hraðar ferð fæðunnar í gegnum meltingarveginn. Þar sem hreyfing er einnig mikilvægur þáttur í þyngdarstjórnun þá getur hreyfing haft verndandi áhrif gegn krabbameinum sem tengjast hárri líkamsþyngd.
Embætti landlæknis ráðleggur að fullorðnir hreyfi sig að lágmarki 30 mínútur á dag (þarf ekki að vera samfelldur tími) og börn hreyfi sig í klukkutíma á dag.
Höfum líka í huga að reyna að takmarka kyrrsetu eins mikið og hægt er yfir daginn, til dæmis með því að standa upp reglulega í vinnunni, nota virkan ferðamáta til og frá vinnu og leggja bílnum langt frá áfangastað.
Nánari upplýsingar:
- Physical activity - World Cancer Research Fund
- Body fatness & weight gain - World Cancer Research Fund
- Ráðleggingar um hreyfingu - Embætti landlæknis
Standa á höndum
Regluleg hreyfing á hvaða formi sem er hjálpar til við að draga úr líkum á krabbameinum. Þannig minnkar hreyfing líkur á krabbameini í brjóstum, ristli og endaþarmi og legbol. Einnig eru vísbendingar um að regluleg miðlungserfið hreyfing minnki líkur á krabbameini í blöðruhálskirtli.
Hreyfing hefur jákvæð áhrif á hormónajafnvægi líkamans, minnkar bólgumyndun og hraðar ferð fæðunnar í gegnum meltingarveginn. Þar sem hreyfing er einnig mikilvægur þáttur í þyngdarstjórnun þá getur hreyfing haft verndandi áhrif gegn krabbameinum sem tengjast hárri líkamsþyngd.
Embætti landlæknis ráðleggur að fullorðnir hreyfi sig að lágmarki 30 mínútur á dag (þarf ekki að vera samfelldur tími) og börn hreyfi sig í klukkutíma á dag.
Höfum líka í huga að reyna að takmarka kyrrsetu eins mikið og hægt er yfir daginn, til dæmis með því að standa upp reglulega í vinnunni, nota virkan ferðamáta til og frá vinnu og leggja bílnum langt frá áfangastað.
Nánari upplýsingar:
- Physical activity - World Cancer Research Fund
- Body fatness & weight gain - World Cancer Research Fund
- Ráðleggingar um hreyfingu - Embætti landlæknis
Drepa í
Reykingar valda flestum krabbameinum og dauðsföllum af þeirra völdum á heimsvísu. Þannig eru reykingar stór áhættuþáttur 15 mismunandi krabbameina og er lungnakrabbamein algengast. Óbeinar reykingar auka líka hættuna á lungnakrabbameini. Það er ekki til neitt sem heitir skaðlaus tóbaksnotkun – fyrir hvert skipti sem tóbak er notað eykst áhættan.
Ef þú vilt aðstoð við að hætta að reykja eða nota tóbak eða minnka notkunina getur þú hringt í Reyksímann í síma 800-6030 eða sent tölvupóst á netfangið 8006030@hsn.is.
Ekki er enn vitað hvort rafrettur séu krabbameinsvaldandi. Hins vegar hafa fundist tengsl milli notkunar rafretta og lungnasjúkdóma.
Nánari upplýsingar:
- Tobacco - National Cancer Institute
- Tobacco and cancer - European Code against Cancer
- Fréttaumfjöllun RÚV um rafrettur
Tékka á sér - ókey
Gott er að vera vakandi fyrir einkennum krabbameina. Því fyrr sem krabbamein greinist, því líklegra er að meðferð beri árangur.
Mikilvægt er að leita sér ráða hjá lækni ef eitthvað er öðruvísi en venjulega, án skýrra orsaka eða langvarandi. Til dæmis óvenjuleg blæðing, þykkildi eða hnútar, óútskýrt þyngdartap, þrálátur hósti eða hæsi, kyngingarerfiðleikar, breyting á meltingu eða þvaglátum, sár sem ekki grær, breytingar á fæðingarblettum, þreyta eða verkir án þess að orsök sé ljós.
Körlum er ráðlagt þreifa eistun einu sinni í mánuði til að vera vakandi fyrir hnút eða þykkildi.
Nánari upplýsingar:
- Sjálfskoðun eistna
- Krabbamein - Karlaklefinn
- Ertu með einkenni? - Krabbameinsfélagið
Maka á sig sólarvörn
Verndum húðina fyrir skaðlegum geislum sólar og forðumst ljósabekki. Útfjólublá geislun frá sól eða sólarbekkjum getur valdið húðkrabbameini, meðal annars sortuæxlum sem er alvarlegasta gerðin. Húðin getur orðið fyrir skaða án þess að við upplifum sólbruna. Húðskaði af völdum útfjólublárra geisla er ekki bara vandamál í heitari löndum, íslenska sólskinið getur líka verið varasamt og afar mikilvægt er að passa að börn brenni ekki.
Nánari upplýsingar:
- Ultraviolet radiation and cancer - European Code against Cancer
- Sólin getur bitið - Karlaklefinn
- Húðkrabbamein - Krabb.is
Minnka sullið
Forðumst áfengi því allar gerðir áfengis auka krabbameinsáhættu. Minna er betra ef við neytum þess á annað borð
Áfengi er staðfestur krabbameinsvaldur. Áfengisneysla eykur líkur á sjö mismunandi krabbameinum: í munni og koki, barkakýli, vélinda, maga, lifur, ristli og endaþarmi og brjóstum. Magn áfengis skiptir máli. Því meira magn sem drukkið er því meiri líkur eru á krabbameinum. Þó að æskilegast sé að sleppa alfarið að drekka áfengi þá er mikilvægt að muna að það er líka alltaf til bóta að draga úr neyslunni.
Nánari upplýsingar:
- Limit alcohol consumption - World Cancer Research Fund
- Alcohol drinking and cancer - European Code against Cancer
- Áfengi - Karlaklefinn
Klóra sér í pungnum
Gott er að vera vakandi fyrir einkennum krabbameina. Því fyrr sem krabbamein greinist, því líklegra er að meðferð beri árangur.
Körlum er ráðlagt þreifa eistun einu sinni í mánuði til að vera vakandi fyrir hnút eða þykkildi.
Nánari upplýsingar:
- Sjálfskoðun eistna
- Eistnakrabbamein - Karlaklefinn
Upp með sokkana!
Mottumars!