Mottumars 2024

Vantar þig upplýsingar og ráðgjöf í þínum aðstæðum?

Fjölskylda og vinir ganga oft í gegnum erfiða og flókna tíma í kjölfar krabbameinsgreiningar hjá ástvini sínum. Þeir taka þá gjarnan á sig aukna ábyrgð og skyldur en setja sínar eigin þarfir til hliðar. Það getur reynst flókið að huga að þörfum þess nákomna sem greinst hefur með krabbamein á sama tíma og þú ert að takast á við alls konar tilfinningar og breytingar í lífinu.

Við bjóðum upp á fræðslu, viðtöl, faglega ráðgjöf, djúpslökun, ýmis námskeið og leiðbeinum fólki með að vera meðvituð um réttindi sín og hvert það geti leitað. 

Algengar ástæður fyrir því að þú gætir haft þörf fyrir ráðgjöfina:

  • Ég finn fyrir depurð.
  • Ég þarf að koma athugasemd á framfæri.
  • Ég finn fyrir kvíða.
  • Ég upplifi sorg.
  • Ég hef áhyggjur af fjárhagnum.
  • Ég er aðstandandi og þarf stuðning og ráðleggingar.
  • Mig vantar upplýsingar um þjónustu, stuðning og réttindamál.
  • Ég þarf fræðslu um hvernig ég ræði við börnin mín um krabbamein.
  • Ég fékk slæmar fréttir í dag og þarf tala við einhvern.

Kynntu þér fræðsluefni Ráðgjafarþjónustunnar fyrir aðstandendur.

Hringdu  í síma 800 4040 og spjallaðu við okkur um það sem þér liggur á hjarta. Stundum er gott að ræða málin við utanaðkomandi aðila.


Fjölskylda og vinir ganga oft í gegnum erfiða og flókna tíma í kjölfar krabbameinsgreiningar hjá ástvini sínum. Þeir taka þá gjarnan á sig aukna ábyrgð og skyldur en setja sínar eigin þarfir til hliðar. Það getur reynst flókið að huga að þörfum þess nákomna sem greinst hefur með krabbamein á sama tíma og þú ert að takast á við alls konar tilfinningar og breytingar í lífinu.

Við bjóðum upp á fræðslu, viðtöl, faglega ráðgjöf, djúpslökun, ýmis námskeið og leiðbeinum fólki með að vera meðvituð um réttindi sín og hvert það geti leitað. 

Algengar ástæður fyrir því að þú gætir haft þörf fyrir ráðgjöfina:

  • Ég finn fyrir depurð.
  • Ég þarf að koma athugasemd á framfæri.
  • Ég finn fyrir kvíða.
  • Ég upplifi sorg.
  • Ég hef áhyggjur af fjárhagnum.
  • Ég er aðstandandi og þarf stuðning og ráðleggingar.
  • Mig vantar upplýsingar um þjónustu, stuðning og réttindamál.
  • Ég þarf fræðslu um hvernig ég ræði við börnin mín um krabbamein.
  • Ég fékk slæmar fréttir í dag og þarf tala við einhvern.

Kynntu þér fræðsluefni Ráðgjafarþjónustunnar fyrir aðstandendur.

Hringdu  í síma 800 4040 og spjallaðu við okkur um það sem þér liggur á hjarta. Stundum er gott að ræða málin við utanaðkomandi aðila.