Mottumars 2018

Tilfinningaleg einangrun karla með krabbamein

Margir karlmenn deila ekki erfiðum tilfinningum með neinum.

Karlar og tjáning erfiðra tilfinninga

Rannsóknir sýna að einn af hverjum fimm körlum yfir fimmtugt eru algerlega tilfinningalega einangraðir að því leyti að Þeir hafa engan sem þeir geta deilt erfiðum tilfinningum með. Þetta gildir líka fyrir karla með krabbamein. Þeir karlar sem þó deila erfiðum tilfinningum með einhverjum treysta í langflestum tilvikum aðeins á maka sinn. Karlar nýta líka illa þann sálfélagslega stuðning sem sjúkrastofnanir bjóða upp á þegar glímt er við erfiða sjúkdóma. Þeir treysta áfram aðallega á þann stuðning sem þeir fá frá maka sínum. Þetta skapar mikið tilfinningalegt álag fyrir makann sem þarf bæði að styðja mann sinn og glíma við eigin áhyggjur. 

Kynlíf og krabbamein

Kynlífsvandamál eru oft afleiðing af meðferð við krabbameini. Margir ræða aldrei hreint og opinskátt um kynlíf sitt. Þetta á líka við um fólk sem hefur verið áratugi í sambandi. Það er því sérstaklega snúið að fara að ræða slík mál í kjölfar alvarlegra veikinda.

Dauðinn

Það er nokkuð algengt að karlar veigri sér við að tala opinskátt við nánustu aðstandendur um erfiða sjúkdóma og dauðann. Þeir bera því gjarnan við að það sé betra fyrir viðkomandi að taka á málinu þegar það skellur yfir frekar en að vera að velta sér uppúr því fyrirfram. Rannsóknir sýna þó að það er betra fyrir nánustu aðstandendur að fá möguleika til að undirbúa sig undir erfiða atburði, ef kostur er. Þeim sem fá hæfilegan undirbúningstíma gengur betur að vinna úr sorg í kjölfar dauðsfalls og minni líkur eru á að þeir glími við erfið og langdregin sorgarferli.

Karlmenn hefja sjaldan sjálfir umræður við fagfólk á sjúkrastofnunum varðandi áhyggjur tengdar eigin yfirvofandi dauða. Hins vegar taka þeir því oftast vel ef þeir fá tækifæri til að ræða málið. Þá skiptir meginmáli að sá sem þeir tala við hafi lag á því að bjóða uppá slíkt samtal, án þess að þröngva því uppá viðkomandi og ganga yfir persónumörk hans. 

Ráðgjöf

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins leggur áherslu á að veita víðtæka ráðgjöf, stuðning og upplýsingar sem gagnast geta krabbameinsgreindum körlum og mökum þeirra.  Pör getur sótt slíka aðstoð sitt í hvoru lagi eða saman. Hjá Ráðgjafarþjónustunni starfa hjúkrunarfræðingar, kynfræðingur, sálfræðingur og félagsráðgjafi. 

Hafið samband í síma 800 4040 milli 13 og 15 alla virka daga eða sendu póst: radgjof@krabb.is.

 

  

 

 

 

 

 

 

 

 


Margir karlmenn deila ekki erfiðum tilfinningum með neinum.

Karlar og tjáning erfiðra tilfinninga

Rannsóknir sýna að einn af hverjum fimm körlum yfir fimmtugt eru algerlega tilfinningalega einangraðir að því leyti að Þeir hafa engan sem þeir geta deilt erfiðum tilfinningum með. Þetta gildir líka fyrir karla með krabbamein. Þeir karlar sem þó deila erfiðum tilfinningum með einhverjum treysta í langflestum tilvikum aðeins á maka sinn. Karlar nýta líka illa þann sálfélagslega stuðning sem sjúkrastofnanir bjóða upp á þegar glímt er við erfiða sjúkdóma. Þeir treysta áfram aðallega á þann stuðning sem þeir fá frá maka sínum. Þetta skapar mikið tilfinningalegt álag fyrir makann sem þarf bæði að styðja mann sinn og glíma við eigin áhyggjur. 

Kynlíf og krabbamein

Kynlífsvandamál eru oft afleiðing af meðferð við krabbameini. Margir ræða aldrei hreint og opinskátt um kynlíf sitt. Þetta á líka við um fólk sem hefur verið áratugi í sambandi. Það er því sérstaklega snúið að fara að ræða slík mál í kjölfar alvarlegra veikinda.

Dauðinn

Það er nokkuð algengt að karlar veigri sér við að tala opinskátt við nánustu aðstandendur um erfiða sjúkdóma og dauðann. Þeir bera því gjarnan við að það sé betra fyrir viðkomandi að taka á málinu þegar það skellur yfir frekar en að vera að velta sér uppúr því fyrirfram. Rannsóknir sýna þó að það er betra fyrir nánustu aðstandendur að fá möguleika til að undirbúa sig undir erfiða atburði, ef kostur er. Þeim sem fá hæfilegan undirbúningstíma gengur betur að vinna úr sorg í kjölfar dauðsfalls og minni líkur eru á að þeir glími við erfið og langdregin sorgarferli.

Karlmenn hefja sjaldan sjálfir umræður við fagfólk á sjúkrastofnunum varðandi áhyggjur tengdar eigin yfirvofandi dauða. Hins vegar taka þeir því oftast vel ef þeir fá tækifæri til að ræða málið. Þá skiptir meginmáli að sá sem þeir tala við hafi lag á því að bjóða uppá slíkt samtal, án þess að þröngva því uppá viðkomandi og ganga yfir persónumörk hans. 

Ráðgjöf

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins leggur áherslu á að veita víðtæka ráðgjöf, stuðning og upplýsingar sem gagnast geta krabbameinsgreindum körlum og mökum þeirra.  Pör getur sótt slíka aðstoð sitt í hvoru lagi eða saman. Hjá Ráðgjafarþjónustunni starfa hjúkrunarfræðingar, kynfræðingur, sálfræðingur og félagsráðgjafi. 

Hafið samband í síma 800 4040 milli 13 og 15 alla virka daga eða sendu póst: radgjof@krabb.is.