Mottumars 2018

Nokkrar staðreyndir um krabbamein í körlum

Ár hvert greinast um 813 íslenskir karlar með krabbamein, samkvæmt upplýsingum frá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélagsins.

 • Nú eru á lífi um 6.400 karlar sem fengið hafa krabbamein.
 • Tæpur helmingur þeirra sem greinast eru á aldrinum frá 40 til 69 ára.
 • Þriðji hver karlmaður greinist með einhvers konar krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni.
 • Talið er að um tíunda hvert krabbamein skýrist af arfgengum þáttum.
 • Hver og einn getur gert ýmislegt til að draga úr líkum á að fá krabbamein, til dæmis með því að reykja ekki, hreyfa sig reglulega, borða hollan og fjölbreyttan mat, takmarka neyslu áfengis og varast óhófleg sólböð.
 • Algengust eru krabbamein í blöðruhálskirtli, ristli (ristli og endaþarmi) og lungum. 
 • Meðalaldur við greiningu krabbameins er um 68 ár.
 • Lífshorfurnar hafa batnað mikið. Um 26% karla sem greindust með krabbamein fyrir fjörutíu árum lifðu í fimm ár eða lengur en nú geta um 68% vænst þess að lifa svo lengi.
 • Því fyrr sem krabbamein greinist, því meiri líkur eru á lækningu.

Hefur þú spurningar um krabbamein?

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins hjálpar þér að leita svara við þeim spurningum um krabbamein hvort sem það snýr að forvörnum, skipulagðri leit eða einkennum krabbameins. Við veitum upplýsingar, fræðslu og ráðgjöf. Hringdu í 800 4040 milli 13 og 15 virka daga eða sendu fyrirspurn á radgjof@krabb.is.

 

 

 


Ár hvert greinast um 813 íslenskir karlar með krabbamein, samkvæmt upplýsingum frá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélagsins.

 • Nú eru á lífi um 6.400 karlar sem fengið hafa krabbamein.
 • Tæpur helmingur þeirra sem greinast eru á aldrinum frá 40 til 69 ára.
 • Þriðji hver karlmaður greinist með einhvers konar krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni.
 • Talið er að um tíunda hvert krabbamein skýrist af arfgengum þáttum.
 • Hver og einn getur gert ýmislegt til að draga úr líkum á að fá krabbamein, til dæmis með því að reykja ekki, hreyfa sig reglulega, borða hollan og fjölbreyttan mat, takmarka neyslu áfengis og varast óhófleg sólböð.
 • Algengust eru krabbamein í blöðruhálskirtli, ristli (ristli og endaþarmi) og lungum. 
 • Meðalaldur við greiningu krabbameins er um 68 ár.
 • Lífshorfurnar hafa batnað mikið. Um 26% karla sem greindust með krabbamein fyrir fjörutíu árum lifðu í fimm ár eða lengur en nú geta um 68% vænst þess að lifa svo lengi.
 • Því fyrr sem krabbamein greinist, því meiri líkur eru á lækningu.

Hefur þú spurningar um krabbamein?

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins hjálpar þér að leita svara við þeim spurningum um krabbamein hvort sem það snýr að forvörnum, skipulagðri leit eða einkennum krabbameins. Við veitum upplýsingar, fræðslu og ráðgjöf. Hringdu í 800 4040 milli 13 og 15 virka daga eða sendu fyrirspurn á radgjof@krabb.is.