Mottumars 2018

Hröð fjölgun einstaklinga sem lifa lengi eftir krabbameins­greiningu

Tæplega 14.000 manns voru á lífi eftir krabbameinsgreiningu á Íslandi um áramótin 2015/2016, heldur fleiri konur en karlar.

Af þessum 14.000 manns höfðu yfir 8000 greinst 10 árum áður eða fyrr. Reikna má með að meiri hluti hópsins sé læknaður en jafnframt að hluti hópsins þurfi enn á heilbrigðisþjónustu og ráðgjöf að halda. Áætlað er að yfir 18.000 einstaklingar sem fengið hafa krabbameinsgreiningu verði á lífi árið 2026.

Einn af hverjum þremur Íslendingum greinist með krabbamein á lífsleiðinni og horfur þeirra sem greinast hafa batnað jafnt og þétt frá því að Krabbameinsfélag Íslands hóf að skrá öll krabbamein þjóðarinnar fyrir 60 árum. Þá dóu yfir 75% innan 5 ára frá greiningu en nú er ástandið gjörbreytt er tæp 30% deyja innan 5 ára. Þannig er nú staðan orðin sú að flestir annaðhvort læknast eða lifa lengi með sjúkdóminn.

Margar skýringar eru á batnandi horfum krabbameinssjúklinga og eru þar tvær stærstar, þ.e. stórstígar framfarir í meðferð og mikil aukning í snemmgreiningu. Hið síðarnefnda tengist skipulagðri leit að krabbameinum og bættri greiningartækni. Annað sem hefur jákvæð áhrif á horfur krabbameinsgreindra eru bætt næringarástand og betra heilsufar almennings, sem tengist m.a. því hve mikið hefur dregið úr reykingum síðustu áratugi. 

Sulurit_1507128344320
Heimild: Krabbameinsskrá Krabbameinsfélagsins

Þú getur nálgast margvíslegan fróðleik um lífshorfur, orsakir, einkenni, greiningar og meðferðir allra helstu tegunda krabbameina á krabb.is. Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins veitir ókeypis stuðning, fræðslu og ráðgjöf til krabbameinsgreindra og aðstandenda. 

Hægt er að hafa samband í síma 800 4040 eða með tölvupósti á radgjof@krabb.is.  


Tæplega 14.000 manns voru á lífi eftir krabbameinsgreiningu á Íslandi um áramótin 2015/2016, heldur fleiri konur en karlar.

Af þessum 14.000 manns höfðu yfir 8000 greinst 10 árum áður eða fyrr. Reikna má með að meiri hluti hópsins sé læknaður en jafnframt að hluti hópsins þurfi enn á heilbrigðisþjónustu og ráðgjöf að halda. Áætlað er að yfir 18.000 einstaklingar sem fengið hafa krabbameinsgreiningu verði á lífi árið 2026.

Einn af hverjum þremur Íslendingum greinist með krabbamein á lífsleiðinni og horfur þeirra sem greinast hafa batnað jafnt og þétt frá því að Krabbameinsfélag Íslands hóf að skrá öll krabbamein þjóðarinnar fyrir 60 árum. Þá dóu yfir 75% innan 5 ára frá greiningu en nú er ástandið gjörbreytt er tæp 30% deyja innan 5 ára. Þannig er nú staðan orðin sú að flestir annaðhvort læknast eða lifa lengi með sjúkdóminn.

Margar skýringar eru á batnandi horfum krabbameinssjúklinga og eru þar tvær stærstar, þ.e. stórstígar framfarir í meðferð og mikil aukning í snemmgreiningu. Hið síðarnefnda tengist skipulagðri leit að krabbameinum og bættri greiningartækni. Annað sem hefur jákvæð áhrif á horfur krabbameinsgreindra eru bætt næringarástand og betra heilsufar almennings, sem tengist m.a. því hve mikið hefur dregið úr reykingum síðustu áratugi. 

Sulurit_1507128344320
Heimild: Krabbameinsskrá Krabbameinsfélagsins

Þú getur nálgast margvíslegan fróðleik um lífshorfur, orsakir, einkenni, greiningar og meðferðir allra helstu tegunda krabbameina á krabb.is. Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins veitir ókeypis stuðning, fræðslu og ráðgjöf til krabbameinsgreindra og aðstandenda. 

Hægt er að hafa samband í síma 800 4040 eða með tölvupósti á radgjof@krabb.is.