Mottumars 2024

Viltu hitta einhvern sem er í svipuðum sporum og þú?

Það getur verið hjálplegt að ræða við einhvern sem hefur gengið í gegnum svipaða reynslu og þú ert að ganga í gegnum, einhvern sem hefur þann skilning sem einungis fæst með því að upplifa hlutina sjálfur.

Rannsóknir sýna að þeim sem taka þátt í stuðningshópum líður oft betur og upplifa aukin lífsgæði. Þeir eru líklegri til að hafa meiri von og eru oft ákveðnari í því að takast á við viðfangsefnið.

Stuðningshópar

Tveir stuðningshópar karla með krabbamein í blöðruhálskirtli eru starfandi á vegum Krabba- meinsfélagsins. Annars vegar er það hópurinn „Frískir menn“  sem eru karlar í virku eftirliti og „Góðir hálsar“

Í stuðningshópum hittast karlar og deila reynslu sinni og upplifunum. Þú getur komið með spurningar, talað um það sem veldur þér áhyggjum og veist að þar eru aðrir sem skilja hvað þú ert að ganga í gegnum. Makar, vinir og ættingjar eru einnig velkomnir.

Hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins getur þú komist í samband við hópana og við einstaklinga sem hafa sambærilega reynslu. Fjölskyldumeðlimir geta einnig fengið að ræða við aðstandendur karla sem hafa greinst með blöðruhálskirtilskrabbamein. 

Nánari upplýsingar hjá Ráðgjafarþjónustunni í síma 540 1900 eða 800 4040 eða með því að senda póst á radgjof@krabb.is .

Hjá Ljósinu eru einnig stuðningshópar krabbameinsgreindra, sjá nánar á ljosid.is .

Stuðningsnetið

Kraftur, eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins og Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins bjóða upp á jafningjastuðning fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein og fyrir aðstandendur. Þeir sem veita stuðninginn eru einstaklingar með krabbamein eða eru aðstandendur. Þeir hafa allir lokið stuðningsfulltrúanámskeiði hjá sálfræðingi Krafts og Ráðgjafaþjónustunnar.

Þér stendur til boða að ræða við einhvern sem hefur verið í sömu sporum og þú og skilur hvað þú ert að ganga í gegnum. Viðkomandi hlustar á þig og deilir með þér reynslu sinni. Þú getur rætt við hann um meðferðarúrræði, aukaverkanir og hvernig þú ræðir við aðra um krabbameinið, það sem er mikilvægast fyrir þig að ræða. 

Hægt er að lesa sér nánar til um Stuðningsnet Krafts og Ráðgjafarþjónustunnar

Aðrir stuðningshópar 

Á vegum Krabbameinsfélagsins starfa alls ellefu stuðningshópar krabbameinssjúklinga og aðstandenda.  Þeir bjóða meðal annars upp á jafningjafræðslu.

Stuðningshóparnir hafa aðstöðu hjá Ráðgjafarþjónustunni að Skógarhlíð 8.  Einnig eru stuðningshópar starfandi á landsbyggðinni.

Upplýsingar um stuðningshópa sem hittast reglulega hjá Ráðgjafarþjónustunni að Skógarhlíð 8. 



Það getur verið hjálplegt að ræða við einhvern sem hefur gengið í gegnum svipaða reynslu og þú ert að ganga í gegnum, einhvern sem hefur þann skilning sem einungis fæst með því að upplifa hlutina sjálfur.

Rannsóknir sýna að þeim sem taka þátt í stuðningshópum líður oft betur og upplifa aukin lífsgæði. Þeir eru líklegri til að hafa meiri von og eru oft ákveðnari í því að takast á við viðfangsefnið.

Stuðningshópar

Tveir stuðningshópar karla með krabbamein í blöðruhálskirtli eru starfandi á vegum Krabba- meinsfélagsins. Annars vegar er það hópurinn „Frískir menn“  sem eru karlar í virku eftirliti og „Góðir hálsar“

Í stuðningshópum hittast karlar og deila reynslu sinni og upplifunum. Þú getur komið með spurningar, talað um það sem veldur þér áhyggjum og veist að þar eru aðrir sem skilja hvað þú ert að ganga í gegnum. Makar, vinir og ættingjar eru einnig velkomnir.

Hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins getur þú komist í samband við hópana og við einstaklinga sem hafa sambærilega reynslu. Fjölskyldumeðlimir geta einnig fengið að ræða við aðstandendur karla sem hafa greinst með blöðruhálskirtilskrabbamein. 

Nánari upplýsingar hjá Ráðgjafarþjónustunni í síma 540 1900 eða 800 4040 eða með því að senda póst á radgjof@krabb.is .

Hjá Ljósinu eru einnig stuðningshópar krabbameinsgreindra, sjá nánar á ljosid.is .

Stuðningsnetið

Kraftur, eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins og Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins bjóða upp á jafningjastuðning fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein og fyrir aðstandendur. Þeir sem veita stuðninginn eru einstaklingar með krabbamein eða eru aðstandendur. Þeir hafa allir lokið stuðningsfulltrúanámskeiði hjá sálfræðingi Krafts og Ráðgjafaþjónustunnar.

Þér stendur til boða að ræða við einhvern sem hefur verið í sömu sporum og þú og skilur hvað þú ert að ganga í gegnum. Viðkomandi hlustar á þig og deilir með þér reynslu sinni. Þú getur rætt við hann um meðferðarúrræði, aukaverkanir og hvernig þú ræðir við aðra um krabbameinið, það sem er mikilvægast fyrir þig að ræða. 

Hægt er að lesa sér nánar til um Stuðningsnet Krafts og Ráðgjafarþjónustunnar

Aðrir stuðningshópar 

Á vegum Krabbameinsfélagsins starfa alls ellefu stuðningshópar krabbameinssjúklinga og aðstandenda.  Þeir bjóða meðal annars upp á jafningjafræðslu.

Stuðningshóparnir hafa aðstöðu hjá Ráðgjafarþjónustunni að Skógarhlíð 8.  Einnig eru stuðningshópar starfandi á landsbyggðinni.

Upplýsingar um stuðningshópa sem hittast reglulega hjá Ráðgjafarþjónustunni að Skógarhlíð 8.