Mottumars 2018

Hvert er hlutverk blöðruhálskirtilsins og hvar er hann staðsettur?

Sérhæft líffæri karla

Blöðruhálskirtillinn er líffæri sem eingöngu er í körlum. Hann er hluti af innri kynfærum karlmanna og liggur djúpt í grindarholinu, neðan við þvagblöðruna, þar sem hann umlykur þvagrásina. Um þvagrásina rennur þvag og sæði. Eðlilegur blöðruhálskirtill er á stærð við golfkúlu eða valhnetu.  Hlutverk blöðruhálskirtilsins er að mynda hluta af sæðisvökvanum sem verndar, nærir og flytur sáðfrumur. Vökvinn er basískur og hlutleysir súrt umhverfið í leggöngum kvenna. Þetta getur leitt til lengri líftíma sáðfrumna og þannig aukið líkur á getnaði. 

Blodruhalskirtils_1520005468325


Sérhæft líffæri karla

Blöðruhálskirtillinn er líffæri sem eingöngu er í körlum. Hann er hluti af innri kynfærum karlmanna og liggur djúpt í grindarholinu, neðan við þvagblöðruna, þar sem hann umlykur þvagrásina. Um þvagrásina rennur þvag og sæði. Eðlilegur blöðruhálskirtill er á stærð við golfkúlu eða valhnetu.  Hlutverk blöðruhálskirtilsins er að mynda hluta af sæðisvökvanum sem verndar, nærir og flytur sáðfrumur. Vökvinn er basískur og hlutleysir súrt umhverfið í leggöngum kvenna. Þetta getur leitt til lengri líftíma sáðfrumna og þannig aukið líkur á getnaði. 

Blodruhalskirtils_1520005468325