Hættu nú alveg!

Notaðu tækifærið í Mottumars–hættu að nota tóbak!

Í Mottumars efna Krabbameinsfélagið og Reyksíminn til keppni meðal þeirra sem vilja hætta að nota tóbak. Hægt var að skrá sig í keppnina fram til 15. mars 2017 og er skráningu því lokið. Við tekur nú hjá þátttakendum tveggja vikna undirbúningur og miðvikudaginn 29. mars er dagurinn "Hætt/ur að nota tóbak” þar sem þátttakendur eiga að vera hættir að nota tóbak.

Starfsfólk Reyksímans verður keppendum til aðstoðar með úrræði og stuðning en það eru hjúkrunarfræðingar sem eru sérmenntaðir í aðstoð við þá sem vilja hætta að nota tóbak.

Veglegur vinningur verður í boði fyrir einn af þeim sem komast í pottinn tóbakslausir þann 2. maí nk., en þá verða þátttakendur búnir að vera tóbakslausir í fimm vikur. Öllum sem taka þátt verður boðinn áframhaldandi stuðningur Reyksímans í eitt ár eftir að keppni lýkur.

Vinningur

Wow gefur flug fyrir tvo til Evrópu, Þyrluþjónustuan gefur útsýnisflug fyrir tvo yfir Reykjavík og fjöllin í kring með lendingu á Esjunni og Hótel Rangá gefur gistingu í eina nótt með þriggja rétta kvöldverði og morgunverðarhlaðborði fyrir tvo og Olís/ÓB gefur 50.000 kr. inneign.

Taktu skynsamlega ákvörðun, lengdu líf þitt og auktu lífsgæðin.

Á mottumars.is eru margvíslegar upplýsingar um skaðsemi tóbaks.

Sjá nánar í skilmálum keppninnar.


Almennar upplýsingar

Hvaða tóbak notar þú?


Nikótínlyf

Til að fyrirbyggja ruslpóst: