23% karla á aldrinum 18-24 ára nota munntóbak

Munntóbak er unnið úr plöntunni Nicotiana tabacum, eins og sígarettur. Það inniheldur fjölda efna og efnasambanda: geislavirk efni, krabbameinsvaldandi efni, nikótín, arsenik, blásýrusalt, blý og taugaeitur. Í íslensku neftóbaki er hrátóbak, ammoníak, salt og pottaska. Um 5 % karla nota tóbak í nef og um 5% taka það í vör. Tóbaksnotkun er algengust hjá ungum körlum en 23% karla á aldrinum 18 - 24 ára taka tóbak daglega í vör. Um 26% þeirra sem nota reyklaust tóbak reykja einnig sígarettur.

Munntóbak er ekki hættulaust

Munntóbak er alls ekki hættulaust eins og stundum hefur verið haldið fram. Munntóbak eykur líkur á krabbameini í munnholi, brisi og vélinda. Auk þess eru vísbendingar um að það auki líkur á fleiri krabbameinum eins og blöðruhálskirtilskrabbameini.

Munntóbak eykur hjartsláttartíðni og blóðþrýsting og getur valdið hjartsláttartruflunum. Efni í munntóbak mælast einnig í sáðvökva þeirra sem taka tóbak í vör en sáðvökvi er næring fyrir sáðfrumurnar.

Viltu hætta að nota munntóbak? Smelltu hér til að fá góð ráð!

Hægt er að fræðast um munntóbak með því að taka taka prófið !

Fræðsluefni og greinar