Fræðsla & fróðleikur


Sigurlaug Gissurardóttir 27. febrúar 2017

Mottudagurinn er föstudaginn 10. mars

Föstudaginn 10. mars 2017 hvetur Krabbameinsfélagið alla landsmenn, konur og karla, til að halda upp á Mottudaginn með því að leyfa karlmennskunni að skína sem aldrei fyrr! Á Mottudeginum látum við ímyndunaraflið ráða för og skörtum öllu mögulegu tengdu karlmanninum, fatnaði, höfuðfötum, gerviskeggi o.s.f. og hvetjum alla landsmen til að gera slíkt hið sama.

Á Mottudeginum látum við ímyndunaraflið ráða för og skörtum öllu mögulegu tengdu karlmanninum, fatnaði, höfuðfötum, gerviskeggi o.s.f. og hvetjum alla landsmen til að gera slíkt hið sama. Leyfum karlmennskunni að njóta sín þennan dag. Hvetjum vini, vandamenn og samstarfsfélaga að taka þátt í átakinu og ekki væri verra ef starfsmenn vinnustaða tækju sig saman og efndu til skemmtilegra leikja í tengslum við daginn! Krabbameinsfélagið hvetur hópa til að gera eitthvað skemmtilegt saman og láta mynda sig á ýmsan hátt og senda á mottumars@krabb.is eða setja á Facebooksíðu átaksins.

Hjá Krabbameinsfélaginu er hægt að fá ýmislegt sem fólk getur notað til að skreyta sig á Mottudaginn. Skoðaðu vörurnar í netverslun Krabbameinsfélagsins hér .

Hvernig geta fyrirtæki tekið þátt?

kkert nema ímyndunaraflið getur takmarkað það sem fyrirtæki geta gert til að taka þátt í Mottumars og vekja þannig athygli á baráttu gegn krabbameini hjá karlmönnum.

Við fögnum öllum stuðningi við málstaðinn og óskum eftir að fyrirtæki láti okkur vita með tölvupósti á mottumars@krabb.is til þess að við getum skráð framlag þeirra. Þau fyrirtæki sem vilja merkja vörur sínar með Mottumars lógóinu geta gert einfaldan samning um notkun vörumerkisins með því að hafa samband við kynningar- og fjáröflunardeild á sama netfangi.

Í Mottumars geta fyrirtæki verið með í að veita viðskiptavinum sínum upplifun eða veitt þeim tækifæri til að styðja við Mottumars með kaup á vörum sem fyrirtækið selur með því að láta ákveðna upphæð af hverri seldir vöru til Mottumars verkefnisins.

Kynntu þér skemmtilegar leiðir til að styrkja Mottumars með því að smella hér .