Fræðsla & fróðleikur


Sigurlaug Gissurardóttir 22. febrúar 2017

HÆTTU NÚ ALVEG! Málþing um tóbaksvarnir

Málþing um tóbaksvarnir 14. mars, kl. 13:00-16:00 í Kaldalóni, Hörpu.

Þriðjudaginn 14. mars næstkomandi stendur Embætti landlæknis ásamt Læknafélagi Íslands, Háskóla Íslands og Krabbameinsfélaginu fyrir málþingi um tóbaksvarnir sem ber yfirskriftina „Hættu nú alveg!"

Þriðjudaginn 14. mars næstkomandi stendur Embætti landlæknis ásamt Læknafélagi Íslands, Háskóla Íslands og Krabbameinsfélaginu fyrir málþingi um tóbaksvarnir sem ber yfirskriftina „Hættu nú alveg!"

Dagskrá:

  • 13:00 Setning. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra setur þingið.
  • 13:10 Skattlagning í þágu bættrar lýðheilsu. Ángel López, prófessor í hagfræði við Technical University of Cartagena (UPCT) á Spáni, fjallar um hvernig við getum notað skattlagningu til að bæta heilsu þjóðarinnar.
  • 13:50 Rafsígarettur – undur eða ógn? Charlotta H. Pisinger, vísindamaður við Research Centre for Prevention and Health í Kaupmannahöfn, fjallar um hvort rafsígarettur leiði til byltingar í samfélaginu og hvort ógn stafi af þeim.
  • 14:40 Fundarhlé. Veitingar í boði fyrir gesti.
  • 15:00 Kostnaður þjóðfélagsins af reykingum. Jónas Atli Gunnarsson kynnir fyrstu niðurstöður úr könnun Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
  • 15:20 Pallborðsumræður. Guðmundur Þorgeirsson stjórnar umræðum. Ángel López, Charlotte Pisinger, Jónas Atli Gunnarsson og Birgir Jakobsson landlæknir svara spurningum úr sal.
  • 16:00 Dagskrárlok.

Fundarstjóri er Guðmundur Þorgeirsson, prófessor, sérfræðingur í hjartalækningum. Þingið fer að mestu fram á ensku.

Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis. Tilkynna þarf þátttöku með því að senda póst á krabb@krabb.is í síðasta lagi 13. mars.