Fræðsla & fróðleikur


Sigurlaug Gissurardóttir 16. mars 2017 : Fyrirlestur: Rafsígarettur - undur eða ógn?

Mjög áhugaverður fyrirlestur fyrir alla sem vilja fræðast um rafsígarettur.

Lesa meira

Sigurlaug Gissurardóttir 2. mars 2017 : Fræðslumyndband um munntóbak (6. mín)

Í fræðslumyndbandinu um munntóbak eru eftirfarandi spurningum svarað

  • Hvað er munntóbak?
  • Af hverju byrjar fólk að nota tóbak?
  • Er munntóbak hættulegt?
  • Hvernig hættir maður?
Lesa meira

Kristján Sturluson, framkvæmdarstjóri KÍ 2. mars 2017 : Umsögn Krabbameinsfélags Íslands vegna frumvarps um breytingu á lögum um tóbaksvarnir

Krabbameinsfélag Íslands sendi eftirfarandi umsögn til Velferðarráðuneytisins vegna frumvarps um breytingu á lögum um tóbaksvarnir.

Lesa meira

Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir 2. mars 2017 : Mottumars: Átak gegn tóbaksnotkun

Mottumars er árlegt átaksverkefni Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum. Markmið átaksins í ár er að auka þekkingu á skaðsemi tóbaksnotkunar og hvetja þá karla sem nota tóbak til að hætta.

Lesa meira

Sigurlaug Gissurardóttir 27. febrúar 2017 : Mottudagurinn er föstudaginn 10. mars

Föstudaginn 10. mars 2017 hvetur Krabbameinsfélagið alla landsmenn, konur og karla, til að halda upp á Mottudaginn með því að leyfa karlmennskunni að skína sem aldrei fyrr! Á Mottudeginum látum við ímyndunaraflið ráða för og skörtum öllu mögulegu tengdu karlmanninum, fatnaði, höfuðfötum, gerviskeggi o.s.f. og hvetjum alla landsmen til að gera slíkt hið sama.

Lesa meira

Sigurlaug Gissurardóttir 27. febrúar 2017 : Taktu prófið! Sígarettureykingar

Sigurlaug Gissurardóttir 23. febrúar 2017 : Taktu prófið! Rafsígarettur

Rafsígarettur komu nýlega á markaðinn hér á landi. Það verður ekki fyrr en eftir nokkra áratugi sem við getum sagt til um hversu skaðlegar þær eru en við vitum þó að þær eru ekki með öllu skaðlausar. Taktu prófið og sjáðu hversu vel þú þekkir til rafsígaretta.

Lesa meira

Sigurlaug Gissurardóttir 23. febrúar 2017 : Taktu prófið! Munntóbak

Munntóbaksneysla hefur aukist gífurlega síðustu árin. Um 5 % karla nota tóbak í nef og um 5% taka það í vör. Tóbaksnotkun er algengust hjá ungum körlum en 23% karla á aldrinum 18 - 24 ára taka tóbak daglega í vör. Um 26% þeirra sem nota reyklaust tóbak reykja einnig sígarettur.

Lesa meira

Sigurlaug Gissurardóttir 23. febrúar 2017 : Munntóbakið valdi hrinu krabbameina

Slímhúðarskemmdir í munni og önnur mein af völdum tóbaks sem sett er í munn getur komið af stað ferli sem endar með krabbameini. Þetta segir Agnes Smáradóttir, krabbameinslæknir á Landspítalanum. Hún segir tannlækna hafa orðið vara við slíkar skemmdir og kveðst óttast að munntóbaksnotkun ungmenna nú eigi eftir að koma fram í holskeflu krabbameins í munnholi og hálsi eftir um tuttugu ár eða svo.

Sigurlaug Gissurardóttir 22. febrúar 2017 : HÆTTU NÚ ALVEG! Málþing um tóbaksvarnir

Málþing um tóbaksvarnir 14. mars, kl. 13:00-16:00 í Kaldalóni, Hörpu.

Þriðjudaginn 14. mars næstkomandi stendur Embætti landlæknis ásamt Læknafélagi Íslands, Háskóla Íslands og Krabbameinsfélaginu fyrir málþingi um tóbaksvarnir sem ber yfirskriftina „Hættu nú alveg!"

Lesa meira

Sigurlaug Gissurardóttir 16. febrúar 2017 : 46% drengja í framhaldsskólum undir 18 ára aldri hafa prófað rafrettu

Stefnt er að því að innleiða ný tóbaksvarnarlög sem taka á rafrettum en en víða hefur verið kallað eftir ramma á sölu og notkun þessara tækja.

Sigurlaug Gissurardóttir 16. febrúar 2017 : Tóbakskönnun - 43% sölustaða virða ekki aldursmörk

Í lok janúar stóð Hafnarfjarðarbær fyrir könnun á því hvort unglingar gætu keypt sígarettur á sölustöðum tóbaks í Hafnarfirði. Tveir unglingar úr 10. bekk fóru á sölustaði undir eftirliti starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar og reyndu að kaupa sígarettur. Sex sölustaðir seldu unglingunum sígarettur af 14 sölustöðum eða 43% sölustaða sem eru aðgengilegir ungu fólki.

Síða 1 af 2