Mottumars 2018

Tóbaksreykingar auka hættu á 17 krabbameinum og eru flest tilfellin af völdum lungnakrabbameins

Góður árangur hefur náðst í tóbaksvörnum í vestrænum löndum og sífellt fækkar þeim sem byrja að reykja. Hlutfall reykingafólks á Íslandi er með því lægsta sem þekkist. Karlar byrjuðu að reykja á undan konum en þeir hafa nú verið duglegri við að hætta. Nú eru færri karlar sem reykja sígarettur daglega, eða um 11% samanborið við 12% kvenna.

Þrátt fyrir góðan árangur greinast árlega um 140 karlar með krabbamein sem rekja má til tóbaksneyslu og um 90 deyja. Margfalt fleiri missa náinn ættingja eða kæran vin. Tóbaksneysla snertir því ekki einungis þann sem neytir þess heldur einnig fjölskyldu, vini og fleiri.

Rannsóknir sýna að sígarettureykingar auka hættu á 17 tegundum krabbameins og eru flest tilfellin af völdum lungnakrabbameins, sem er algengasta dánarorsök vegna krabbameina en um 90% lungnakrabbameina má rekja til tóbaksreykinga. Einnig hefur verið sýnt fram á orsakasamband reykinga við krabbamein í munnholi, nef- og munnkoki, nefholi, barka, vélinda, maga, brisi, ristli og endaþarmi, lifur, nýrum, þvagleiðurum, þvagblöðru, leghálsi og eggjastokkum, auk þess sem reykingar auka hættu á hvítblæði. Jafnframt hefur verið sýnt fram á tengsl við brjóstakrabbamein. Einnig er vitað að börn foreldra sem reykja eru í aukinni hættu á að fá krabbamein í lifur (hepatoblastoma).


Lungnakrabbamein

Lungnakrabbamein er meðal fárra tegunda krabbameina þar sem meginorsök er þekkt en um 90% orsakast af tóbaksreykingum.

 

Ristil-og endaþarmskrabbamein

Ristil-og endaþarmskrabbamein eru venjulega flokkuð saman og oft undir heitinu ristilkrabbamein.

Blöðruhálskirtils­krabbamein

Blöðruhálskirtilskrabbamein er algengasta krabbameinið hjá körlum og greinast um 210 karlar á hverju ári.

Sortuæxli og húðkrabbamein

Sortuæxli og önnur húðkrabbamein leggjast einkum á húðsvæði sem verða fyrir miklu sólarljósi.

Nýrnakrabbamein

Nýrnakrabbamein er algengara meðal karla en kvenna og tóbaksreykingar auka líkur á sjúkdómnum.

Þvagblöðrukrabbamein

Þvagblöðrukrabbamein er fjórum sinnum algengara meðal karla en kvenna.